Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 93
FISKURINN ÓD YSSEIFUR
99
niður •— gamalreyndir menn,
sem létu sér ekki allt fyrir
brjósti brenna, Frederic Dumas
og Albert Falco —• og þeir máttu
vart mæla af hrifningu, þegar
þeir komu upp. Þegar þeir
fengu málið, óð svo á þeim,
að ég skildi hvorki upp né
niður. 6g festi vatnslunga á
bakið á mér. Ég var enn þá
í stiganum rétt undir yfirborð-
inu, þegar fegurð Assumption-
rifsins blasti við mér. Ég klifr-
aði upp aftur og sagði, að hér
myndum við dveljast eins lengi
og vatnsbirgðir okkar entust.
Eyjan var „klassisk“ í laginu.
Lágt kóralrif, sem ljómaði í
sólskininu í öllum regnbogans
litum og teygði sig upp frá
livítum sandbakkanum. Þá tóku
skyndilega við klettar og hellar
fullir af kórölum og sandslétta,
sem hvarf í hafið. í slakkanum
úði og grúði af undurfögrum
og fjölbreytilegum kórölum.
Meðfram rifinu voru flestar
þær tegundir fiska, sem við
höfðum rekizt á á þúsund
mismunandi stöðum, og auk
þess nokkrir aðrir, sem við
höfðum aldrei séð fyrr, allir í
einni bendu — og þarna voru
jafnvel fiskar, sem enginn hafði
áður séð. Einn lítill furðufisk-
ur var alsettur rauðum og hvít-
um ferningum — bókstaflega
syndandi taflborð. Það var eins
og ríkti gagnkvæmur áhugi og
traust meðal fiskanna. Það var
engu líkara en lífsbaráttan væri
hér óþekkt fyrirbæri og hug-
myndin um frið á jörðu hefði
orðið að veruleika niðri í
sjónum.
Við vorum þarna í 40 daga,
sein nægði engan veginn til
þess að drepa áhuga okkar á
Assumption-rifinu. Ein ástæðan
var stórfurðulegur fiskur, sem
Luis Marden rakst á. Þetta var
60 punda boldang, brúnleitur
og minnti á marmara, sem
skipti litum. Þessi mikli fisk-
ur synti að Marden þegar hann
ætlaði að taka af honum mynd,
og hann synti jafnvel alla leið
að pokanum með ljósmynda-
perunum og fór að snuðra í
honum. Luis hörfaði aftur á
bak til þess að ná myndinni.
En fiskurinn elti. Þannig gekk
þetta koll af kolli, þar til Mar-
den náði loks myndinni og
synti i burt í leit að öðrum
fiskum. En boldangið kom í
humátt á eftir honum, snuðr-
andi utan i ljósmypdaranum
og hinum skínandi áhöldum
hans. Þegar Luis ætlaði að fara
að taka mynd af öðrum fiski,
kom sá stóri og stillti sér upp
fyrir framan vélina. Kafarinn
varð að beygja sig snögglega
til þess að ná myndinni. Þegar
Marden sagði okkur frá þessum