Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 78
ÚRVAL
84
töfrar vera bundnir við nafn
ástmeyjar þinnar, af því að það
yrSi frjálslegra . .. ég kaus svo
óendanlega mikið fremur að
lifa með Abélard sem ástmær
lians heldur en nokkrum manni
öðrum sem drottning heimsins...
„Sé nokkuð það til hér á
jörðu, sem með réttu megi nefna
hamingju, þá er ég sannfærð um,
að það er sambandið á milli
tveggja persóna, sem elska hvort
annað í fullkomnu frjálsræði,
sem eru sameinuð af ástarhug í
leynum, og láta sér nægja verð-
leika hvors annars. Hjörtu
þeirra eru full og ekkert rúm
eftir skilið í þeim fyrir neina
aðra ástriðu; þau lifa í stöð-
ugri hugarrósemi, af því að þau
lifa ánægð!“ Þvi næst gerir hún
þá játningu, að klausturlifið
hafi á engan hátt dregið úr
eldi ástar hennar.
„Ég veit hvaða skuldbinding-
ar þessi slæða leggur á mig,“
ritar hún, „en ég finn ennþá
kröftuglegar, hvílíkt vald göm-
ul ástríða hefur yfir lijarta
minu. Tilfinningar mínar yfir-
buga mig; ástin ruglar hug
minn og truflar vilja minn ...
Veldi þitt er svo sterkt í innstu
fylgsnum sálar minnar, að ég
veit ekki hvar ég á að ráðast
að þér. Ef ég reyni að brjóta
þessa hlekki, sem binda mig
við þig, svík ég aðeins sjálfa
mig, og allar tilraunir mínar
verða aðeins til þess að reyra
hlelckina enn fastar ...
„Ó hugsaðu til mín
gleymdu mér ekki — mundu
ást mína, tryggð og staðfestu;
elskaðu mig eins og ástmey
þína, hugsaðu um mig sem barn
þitt, systur eða konu þina.
Mundu, að ég' elska þig enn, og
ég reyni samt að forðast það.
Það er svo hræðilegt að segja
þetta! Ég titra af skelfingu, og
hjarta mitt gerir uppreist gegn
þvi, sem ég er að segja. Ég
væti allan pappírinn með tárum
mínum. Ég enda svo þetta langa
bréf með þvi, ef þú óskar þess
(guð gæfi að ég gæti það), að
kveðja þig' hinstu kveðju!“
Abélard svaraði eftir beztu
getu, og hvatti hana til
guðhræðslu. Og siðar snerust
bréfaskipti þeirra meira um
trúarleg efni. Hann sendi henni
ritgerð um uppruna nunnu-
reglna, og samdi reglur um
stjórn klausturs hennar.
En hann gat samt ekki róað
liana. í einu bréfi sinu síðar
segir hún honum, livernig ást
sín dafni stöðugt:
„Ég, sem hef notið svo margra
gleðistunda af að elska þig,
finn að ég, þrátt fyrir allar
tilraunir, get ekki iðrast þeirra
né forðast minningu þeirra og
að njóta þeirra á nýjan leik.