Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 151
IÍALLÓ, ÁSTIN MÍN!
157
nokkra mánuði var Mabel farin
að lesa, skrifa og tala Þýzku
alveg reiprennandi. Þar eð
hvorki móðir hennar né faðir
kunnu Þýzku, gerðizt hún þýð-
andi og túlkur, þegar þau fóru
út að verzla eða skoða sig um.
Hubbardhjónin komu þvi svo
fyrir, að einhver ættingi1 dveldi
ætíð hjá Mabel í Þýzkalandi,
og hún dvaldi þar allt til 15 ára
aldurs. Hún sneri al'tur til Bost-
on, þegar hún frétti uin frá-
bæran ungan kennara, sem
hafði flutt fyrirlestra i Horace
Mann skólanum. Hann hafði sýnt
i framkvæmd nýtt kennslukerfi
fyrir heyrnarlausa. Miðaði það
að þvi að kenna þeim að tala
og lagfæra raddir þeirra. Hann
kallaði það „sýnilegt tal“, og
árangurinn virtist blátt áfram
ganga kraftaverki næst, eftir
öllum sólarmerkjum að dæma.
Mary True hafði starfað með
hinum unga prófessor, og hún
var mjög hrifin af hæfni hans.
Hún var varla búin að kasta
kveðju á Mabel, þegar hún byrj-
aði að lofsyngja hann.
„Mabel, allir, þ. e. a. s. þeir,
sem stama eða eru heyrnarlaus-
ir, tala nú um þennan mann!
Hann er skozkur og liom hing-
að til Boston frá Iíanada fyrir
einu til tveim árum til þess
að koma þessu kennslukerfi á
framfæri, eil faðir hans hafði
fundið það upp. Hann teiknar
tákn á töfluna, og allir geta
framkallað Iivaða liljóð sem er
með því einu að fylgja þessum
táknum!“
Það brá fyrir óþolinmæði í
svip hennar, þegar hún sá van-
trúarsvipinn á andliti Mabel.
„Æ, vertu ekki svona van-
trúuð á svipinn. Ég var einnig
vantrúuð, en hann sannfærði
mig. Ég hef séð heyrnarlausu
snáðana tvo, sem hann kenndi
að tala. Og hann býr yfir þeim
dásamlega eiginleika að geta
jafnvel fengið börn til þess að
skilja, til hvers hann ætlast af
þeim!“
Mabel fannst, að lýsing þessi
á unga manninum benti til þess,
að hann væri hálfgerður skottu-
læknir. En ungfrú True Ijóm-
aði af slíkum ákafa, að hún
mátti til með að kinka kolli í
viðurkenningarskyni.
„Jæja,“ sagði hún loks, “kann-
ske ég fái mér nokkra tíma hjá
honum.“
Nafn unga kennarans val Al-
exander Graham Bell.
BERNSKA SNILLINGS.
Alla sína stuttu ævi hafði
Bell haft geysilegan áhuga á
öllu því, er snerti hljóð. Hann
var snjall hljómlistarmaður, og
um skeið hafði honum dottið i
hug að gerast píanóleikari að