Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
Spurði Job. Þýð.). Það getur ekki leikið vafi á því, að Guð vor
er Guð, sem ræður yfir vatni og eldi.
Guð varðveitti enn líf, þegar móðir ól barn sitt fyrir tímann.
Æsingin og kvíðinn höfðu haft sín eðlilegu áhrif innan tak-
marka kærleiks handar hans.
2.
BJÖRGUN ÚR HÁSKA.
Eftir Margarete Williams, Kína.
Morgun-hraðlestin fór af stað frá Kalgan stöðinni. Hún jók
brátt hraðann niður hallann að sléttunum við Peiping. Þangað
áttum við að koma síðla dags. Ætlun mín var að skjótast þangað
og versla áður en við snerum aftur til borgar okkar hjá múrnum
mikla. Ég bjó mig undir að hvílast og lesa í næði á leiðinni.
Þetta var í maí 1948. Óeirðir geisuðu um allt Norður-Kína.
Kommúnistar nálægðust mikilvægar stöðvar og stunduðu
skemmdarverka starf. Þeir rufu járnbrautarlínur, ónýttu brýr
og gerðu skyndileg áhlaup á þorp. Járnbrautarlínan, sem ég
ferðaðist eftir, hafði verið rofin einu sinni eða tvisvar nokkrum
vikum áður. Síðan hafði allt verið rólegt. Ég áræddi því að
skjótast þetta vegna nauðsynlegra innkaupa og viðskipta. Vegna
ókyrrðarinnar á stjórnmálasviðinu hafði maðurinn minn ráð-
lagt mér að fara ekki. Ég sótti fast að fara, allt mundi ganga vel,
ferðin til Peiping yrði fljót og svo heim aftur. Ég hafði mitt mál
fram, hann samþykkti að reyna að fá mér ferða-vegabréf og að
kaupa mér farmiða. Við ætluðum að fara frá Kalgan í næstu
viku og leggja upp í langferð til landamæra Kína lengst í vestri.
Þar væntum við þess, að engar reglur frá kommúnistum mundu
hindra starf oldcar, svo að við gætum boðað fagnaðarerindið þar,
sem það hafði aldrei heyrst boðað áður.
Nú var ég með þessari morgunhraðlest, hafði nýkvatt mann-
inn minn á járnbrautarstöðinni. Hendinni hafði hann stungið
inn um opinn gluggann, rétt er lestin var að leggja af stað. Seinna
velti ég fyrir mér, hvort þetta hefði verið síðasta snertingin, sem
ég hefði fengið frá honum.
Lestin jók hraðann. Einkennilegt hugboð tók að vaxa í hjarta
mér. Óeirð greip mig í stað tilfinningar um hvíld við lestur.
Ekki voru margar konur með lestinni, og áreiðanlega engin