Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 12
12
NORÐURLJÓSiÐ
Röðin kom að mér að ganga inn til læknisins. Nú kæmi
dómurinn. Ég mundi vita hann innan fárra mínútna. Ég horfði
á andlit læknisins, er hann skoðað mig. Svipur hans tjáði mér
eklci neitt. Síðan kom: „Látið þetta elcki bíða mínútu lengur
en þér þurfið. Þetta verður skurðaðgerð eða djúpgeislun . . .“
Svo bætti hann við á ensku. Gangi það vel.“ Er ég hlustaði á
hann, hugsaði ég: „Ekki það, sem maðurinn segir, heldur það,
sem Guð segir.“
Hvað sagði þá Guð? „Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá
kalli hann til sín öldunga safnaðarins, og þeir skulu smyrja hann
með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum. Og trúar-
bænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og þær syndir, sem hann
kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar.“ (Jakobs
bréf 5. 14., 15.). Ritningargreinar þessar komu skýrt til mín.
Samt fylgdi þeim vaxandi tilfinning þess, að þetta ber væri ill-
kynjað. Hræðsla, sjálfsmeðaumkun, áhyggjur út af móður minni,
streymdu aftur inn í huga minn.
„Ö, Drottinn,“ sárbað ég, „haltu mér uppi, láttu mig ekki
bugast. Aðeins þú verðir dýrlegur í þessu öllu. Taktu þetta að
þér, Drottinn, taktu þetta að þér!“
Læknishjálp varð ég að fá í Englandi, og er öllum nauð-
synlegum undirbúningi var lokið hjá aðalstöðvum trúboðsins,
gat ég lagt af stað. Þess vegna var ég í lestinni til Parísar kl.
tvö um nóttina á leið til Englands.
Er ég hafði staðið á lestarpallinum ásamt starfssystur minni,
Anneve Mattman, sem fylgdi mér á stöðina, hafði ég heyrt hljóð-
láta rödd segja hið innra með mér: „Allt fer vel, vertu ekki
hrædd.“ Drottinn hafði nú gefið mér slíkan frið, að áhyggjur
mínar út af móður minni hurfu. Ég gat lokað augunum og sofið
mestalla leið til Parísar.
Er ég kom til aðalstöðva trúboðsins á Bulstrode, fékk ég að
vita, að séð hafði verið um, að ég fengi læknisrannsókn. Ég
vissi hins vegar, að Guð hafði talað, og að ég ætti að biðja um
fyrirbæn og smurningu áður en ég færi að finna lækninn. Er
ég bað um þetta, samþykkti aðalframkvæmdastjórinn það fús-
lega. Hann stakk upp á, að þetta yrði gert síðdegis, þegar væri
hinn mánaðarlegi dagur föstu og bænahalds. Hann var degi fyrr
en ég átti að hitta lækninn. Aðalframkvæmdastjórinn og annar
úr starfsliðinu báðu svo fyrir mér og smurðu mig með olíu sam-
kvæmt þeim reglum, sem heilagur Andi gefur í Jakobsbréfi, 5.
kafla.