Norðurljósið - 01.01.1976, Side 15
NORÐURLJÓSIÐ
15
hásléttu. Snævi þakinn tindur í suðri sést sjaldan í móðu fjar-
lægra skýja.
Dómkirkjuturninn gamli skyggir yfir torgið og gnæfir yfir
aðrar byggingar. Hann er grár, drottnandi, þögull, óheillavæn-
legur í styrkleik sínum og þögn. Sedrusviðarhurðirnar stóru á
kirkjunni voru opnaðar upp á gátt á þessum sérstaka degi. Sveita
fólksmúgurinn horfði með lotning og undrun á þessa kirkju.
Það festi á henni alla von sína um eilíft líf. Samræður þögnuðu,
er fólkið horfði inn í alvörudjúp þessa helgidóms. Það gat aðeins
greint blómum þakið altarið, upp ljómað af aragrúa af kertum.
Fólkið þagnaði, konur krossuðu sig og muldruðu Maríubæn,
en karlmenn gerðu hnébeygju og héldu svo áfram. Þennan
morgun hafði fólkið verið í helgidóminum. Kirkjan hafði verið
svo full, að hundruð manna urðu að vera úti fyrir á breiðri
gangstéttinni. Það hafði horft á prestinn í helgum skrúða, meðan
kórinn söng yndislega hátt uppi á kórloftinu. Fólkið hafði tekið
þátt í því að svara prestinum. Þeir höfðu séð brauðinu lyft upp
og höfðu fallið á kné, þegar orð prestsins þeirra breyttu brauð-
inu og víninu í líkama Jesú og blóð. Þeir trúðu, að sonur Guðs
hefði komið ofan frá himnum, er reykelsisskýið hóf sig upp í
loftið. Jesús var í musteri sínu, og þeir höfðu allir kropið þögulir
á köldu steingólfinu. Reykelsið hafði að nokkru leyti hulið Guðs-
móður, sem stóð há og tignarleg gagnvart háaltarinu. Hún hélt
á barninu Jesú á öðrum handleggnum og talnabandi á hinum.
Þeir höfðu séð hið yndislega auglit Móður sinnar. Hún mundi
ganga í fyrirbæn fyrir þeim hjá syni sínum, vegna þess að hann
mundi ekki neita henni um nokkurn hlut. Síðan mundi hann
ef til vill biðja fyrir þeim hjá Guði hinum siðavanda og harða,
er var svo fjarlægur þeim.
Skyldur sínar höfðu þeir nú uppfyllt. Þeir höfðu goldið heit
sín uppáhalds dýrlingi sínum og Meyjunni. Móðir er mjög mild
og leyfir börnum sínum að skemmta sér ofurlítið, einkanlega í
dag, svo að þeir fóru að skemmta sér. Með fram torginu voru
fjárhættuspila borð. Þar gat fólk grætt tí-falt eða tuttugu-falt
á því fé, sem það lagði í hættu. Kannski mundi Meyjan eða
dýrlingur láta lánið vera með þér, ef þeim væri heitinn ríflegur
hluti af vinningnum. Neðan við kirkjutröppurnar voru borð, þar
sem hægt var að slökkva þorsta sinn. Presturinn lét fallegar
stúlkur selja þar bjór, romm og jafnvel ,,eldvatn“. Ágóðinn rann
allur til kirkjunnar og ,,föðurins“. Þetta var mikill dagur.
Bráðum yrði komið kvöld. Meiri hluti fólksins mundi þarfnast