Norðurljósið - 01.01.1976, Side 18
18
NORÐURLJÓSIÐ
Viðbót: Ofsóknir þessar í Colombíu stóðu í nokkur ár. Á
annað hundrað manns að minnsta kosti létu lífið fyrir trú sína
á Drottin Jesúm Krist. Þá var ofsóknunum skyndilega hætt og
fyrirskipað — mig minnir af páfa — að þessa frávilltu sauði
ætti að vinna með kærleika og sýna þeim umburðarlyndi. Þessu
var hlýtt og ofsóknum hætt. — Ritstj.
5.
WA-SÍ-LÍN
„Guð minn, honum vil ég treysta." (Sálm. 91. 2. Ensk þýð.).
Frásnga efíir Hester Withey, Kína.
Hrörlegi, gamli vörubifreiðar-skrjóðurinn hélt stynjandi leið-
ar sinnar upp, upp og í kringum ógnvekjandi horn á fjallvegin-
um. Á hjöllunum voru hrísgrjóna-akrar líkir fögrum bótum á
flík. En ekki var allt sem skyldi. Vatnið, sem stóð á ökrunum,
gegndi öðru hlutverki líka. I gamla skrjóðnum var vatnsgeymir,
sem hagaði sér líkara gati en vatnsgeymi. Á þriggja til fimm
kílómetra bili var akur. Með lekri skál mátti ausa þar upp vatni
og bæta í lekan vatnsgeyminn. Þá mátti halda ferðinni áfram.
Sú staðreynd, sem vakti óróleik eigi að síður, var ólæknandi
tilhneiging hjólbarðanna að hleypa úr sér loftinu. Þetta var þó
reyndar ekkert undrunar efni, sé þess gætt, að gúmbæturnar
voru sums staðar festar með rónöglum og róm. Þessi óhefð-
bundna viðgerð dugði stundum furðulega lengi. En líkur mæltu
á móti því, að þær entust óendanlega. Er þær biluðu, sagði bif-
reiðarstjórinn með sönnu, kínversku jafnvægi við farþega sína:
„Viljið þið vera svo góðar að gjöra svo vel að njóta lítillar tóm-
stundar og slappa af.“ Á almennu máli var merkingin þessi:
„Gjörið svo vel að fara út úr bifreiðinni og gera það upp við
ykkur, hvort þið viljið sitja á vegarbrúninni í nokkrar klukku-
stundir, hvernig sem veðrið er, meðan vér sjáum til, hvort vér
getum fest þessar slöngubætur saman aftur.“ Eftir því sem við-
gerðir urðu tíðari, lengdust þessir ,,hvíldartímar“ og urðu að
nóttum, sem eytt var í óhreinum gistikrám meðfram veginum.
Myrkurstundirnar voru þó líflegar vegna óþreytandi þjónustu
herskara af veggjalúsum, sem skriðu út úr hverri sprungu og
rifu á húsgögnunum eða veggjunum.
Hvernig byrjaði þessi einkennilega ferð? Kventrúboðar tveir