Norðurljósið - 01.01.1976, Qupperneq 26
26
NORÐURLJÖSIÐ
„En, sonur, við höfum ráð á því að lána þér peningana.11
„Þaklca þér fyrir,“ sagði ég, „en ég held ég eigi ekki að fá
lánaða peninga hjá þér. Ég veit eklci, hvort ég gæti nokkurn tíma
borgað þá aftur.“
Þótt gamli bóndinn gæfi mér ekki peninga, þá gaf hann mér
annað, sem ég þarfnaðist meir. Hann gaf mér traust. Ekki traust
á sjálfum mér, heldur á Guði. Hann kom mér til að gera mér
ljóst, að hinn kæri Drottinn hefði ekki gleymt mér! Hann stóð
með mér! Minn himneski Faðir vissi, að ég mundi ekki taka á
móti peningunum. Og ég vissi, að hann vissi það! En ég vissi
annað líka, minn himneski Faðir vakti yfir mér.
Drottinn vissi um þessa menn, sem komið höfðu fjárhalds-
manni mínum til að láta þá fá peninga mína. Hinn kæri Drott-
inn vissi, að ég þurfti að fá atvinnu, jafnvel þótt það væri
erfitt. En ég þarfnaðist staðar til að sofa á, fæðu að eta, og
ég þarfnaðist fjár fyrir bækur og kennslu og — ég varð viss
um, að himneskur Faðir minn mundi sjá fyrir þessum þörfum
mínum.
Ég fann, að ég gat sagt með Davíð: „Já, gæfa og náð fylgja
mér alla ævidaga mína.“ (Sálm. 23.6.).
„Hávaxni, ókunni maðurinn.“
Gömlu hjónin gengu niður að hliðinu með mér. Aðeins var
tekið að lýsa af degi. Silfurlita hryssan stóð bundin við hliðið
og beið þess, að ég settist í hnakkinn.
Ég þakkaði hjónunum með silfraða hárið og örlátu hjörtun.
Hún sagði: „Þú ert velkominn.“ Og hann sagði: „Minnstu ekki
á það.“
Ég horfði á þau andartak og sagði síðan: „Hvers vegna hafið
þið verið mér svo góð? Áreiðanlega bjóðið þið ekki öllum inn
til ykkar, gefið þeim að borða, látið þá fá gott rúm og reynið
síðan að gefa þeim peninga.11
Bóndinn brosti og sagði: „Bill, ég ætlaði að fara að segja
þér um þetta áður en ég léti þig fara.“
„Fyrir mörgum árum komum við Ma með litlu börnin okkar
til þessa staðar og festum kaup á búgarðinum. Síðan kom
kreppa vegna langvarandi þurrka. Afborganir gátum við ekki
greitt. Vatnsbrunnar fénaðarins þornuðu, og engin uppskera
fékkst. Eitt ár leið og síðan annað. Allan þennan tíma gátum
við ekki borgað neitt af skuldinni. Við aðeins héldum í okkur
lífinu.