Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 30
30
NORÐURLJÖSIÐ
fréttir, að landiö væri orðið sjálfstætt. Hvað merkti það? Hann
skildi það ekki.
Þá komu fleiri fréttir. Maður héti Mahatma Ghandi. Hann
væri frábær leiðtogi, væri líka fátækur og aumur eins og Kamar
sjálfur. En hann segði öllum að læra að lesa og skrifa. Þetta
voru í sannleika góðar fréttir.
Fáum vikum síðar kom farandsveit ungra kennara í þorpið
hans Kamars. Þeir höfðu einfalt fjögurra vikna námskeið til að
kenna fullorðnum að lesa. Á hverju kvöldi sat Kamar úti undir
beru lofti. Með hrifningu og eftirvæntingu lærði hann hvert
nýtt orð.
Loksins, orðinn 35 ára gamall, hafði Kamar Astigi á Indlandi
lært að lesa. Stundum gleymdi hann líkamlega hungrinu, þegar
hann var að lesa hverja síðu í einhverju gömlu timariti.
En það var ekkert til að lesa, sem mettað gæti hungraða sál
hans. Hann gekk oft upp að hofinu til að lesa þar auglýsingar
og tilkynningar frá stjórninni. Þetta var eina lesefnið, sem
Kamar vissi um.
Þá bar svo til dag einn, að ókunnir menn þrír komu í þorpið
hans. Kamar aðgætti þá með tortryggni. Hvað ætluðu þeir að
fara að gera? Hann komst brátt að því, að þeir voru að dreifa
einhvers konar ritum. Kamar hljóp til og bað þá að koma til
hans fyrst.
Þetta voru þrír kristnir menn úr borginni Madras, sem var
þar í nánd. Þeir voru að dreifa ritum frá „Kristilegri bókmennta-
dreifingu“, boðskap fagnaðarerindisins, sem átti að komast á
hvert heimili. Kamar settist undir tré og fór að lesa. Á kápu
ritsins stóð: „Ertu hamingjusamur?“ Þegar hann var kominn á
þriðju síðu, fór hjarta hans að slá hratt. Honum fannst sem
augun hreyfðu sig of fljótt. Er ritið var búið, hóf hann Iesturinn
á nýjan leik. Hann las það síðan aftur og aftur, uns hann
hrópaði: „Jesús, kom þú inn í hjarta mitt!“
Loksins hafði Kamar fengið svarið við löngun, leit og þrá
hjarta síns. Næsta morgun gekk hann á þorpstorgið. Þar var
póstkassi. Þar lét hann spjaldið, sem greindi frá ákvörðun hans.
Eftir sex daga fékk hann fyrsta námskeiðið frá „Kristilegri
bókmenntadreifingu“. Síðan kom meira lesefni. Hann gaf
ekki aðeins gaum að hverjum námskafla, heldur að sérhverju
orði. Hve dásamlegur var hann þessi boðskapur um Jesúni.
Oft las hann upphátt fyrir vini sína, sem komu til að hlusta
á hann. Ein af uppáhalds greinunum hans var ekki einhver