Norðurljósið - 01.01.1976, Qupperneq 37
NORÐURLJÓSIÐ
37
sóknarprestur hafði látið hana rita í úrvals fagrar greinar úr
heilagri ritningu og fagra sálma. Minnir mig, að síra Árelíus
Níelsson væri þá sóknarprestur þar. Var ég mjög hrifinn af því,
hve vel og samviskusamlega hann hafði búið þetta barn undir
lífið á fræðslusviði kristinnar trúar.
„Hinir dauðu voru dæmdir eftir verkum sínum,“ segir heilög
ritning. Aragrúi jarðarbarna hafa horfið af leikvangi lífsins yfir
á dvalarstað dáinna þegar eftir fæðingu og á því áraskeiði, þegar
börnin skynja ekki mismun góðs og ills, rétts og rangs. Talið er,
að hjá sumum vanþróuðum þjóðum, sem nú eru svo marg-
sinnis nefndar, lifi varla meira en 3 —4 börn af hverjum 10,
heldur deyi mjög ung. Hér er því um að ræða aragrúa manns-
sálna, sem eiga engin verk skráð í bækur Guðs. Þar sem hinir
dauðu verða dæmdir eftir verkum sínum, þá geta þau ekki komið
til þessa dóms. Ekki geta þau heldur hlotið þá hegningu, sem
óguðlegir menn munu hljóta. Þau hafa engar syndir drýgt, sem
baki þeim verðskuldaða hegningu.
Foreldrar mínir eignuðust sonu tvo. Hét hinn fyrri Jakob
Lárus, en hinn seinni var nefndur Sæmundur Gísli. Ekki dettur
mér annað í hug en ég sjái þennan bróður minn síðar meir.
Hann drýgði engar syndir, sem geti orðið honum til fyrir-
dæmingar. Slíkar syndir hefi ég margar drýgt. En ég veit, að þær
eru fyrirgefnar af Guði sakir nafns sonar hans, Drottins Jesú
Krists. Ef einhver heyrir þessi orð mín, en veit ekki, hvernig
hann eða hún verði hólpin(n), þá er svar Páls við spurningunni:
„Hvað á ég að gera, til þess að ég verði hólpinn?“, hið sígilda
svar. Hann sagði: „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða
hólpinn." Drottinn Jesús sagði sjálfur: „Svo elskaði Guð heim-
inn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á
hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3.16.).
Orðið trú felur í sér merkinguna: traust. Sérhver mannssál,
sem treystir því, að Jesús Kristur frelsi hana, verður hólpin. Það
er auðveldara, að himinn og jörð líði undir lok en að orð Drottins
Jesú missi gildi sitt. „Himinn og jörð munu líða undir lok,“
sagði hann, „en mín orð munu alls ekki undir lok líða.“ Það
er gott að eiga slík fyrirheit. Sálar-öryggi mikið er fólgið í þeim.
Áður en Jesús frá Nasaret fæddist sem maður var hann Jahve,
Guð ísraels. Hefi ég rakið það efni áður í erindi fluttu í útvarp,
en prentað síðar. Það var hann, sem gaf ísrael lögmálið og þetta
boðorð: „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig.“ í sam-