Norðurljósið - 01.01.1976, Page 45
NORÐURLJ ÓSIÐ
45
inn kæmi, er þeir gengu framhjá klefadyrum, þar sem þeir vissu,
að einhver var inni, þá sögðu þeir aðeins: „Guð blessi þig.“
Geysilega var þetta innihaldsríkt. Það merkti: „Við erum með
þér. Við vitum, að þú ert þarna inni. Við vitum ekki, hver þú ert.
Minnstu þess aðeins, að þú ert ekki aleinn. Við biðjum fyrir
þér.“ Þetta var svo mikilsvert.
Helsta samtalsaðferð okkar var haggakerfið, stafrófsröðin
notuð. Við gátum heyrt langar leiðir með því að setja opið á
bollanum upp að veggnum, en leggja eyrað við botninn.
Við þurftum á öllum þeim krafti að halda, sem við gátum
fengið, ekki aðeins frá Guði, heldur og hver frá öðrum. Boð-
skapur þessi var sendur út: „Þegar þú átt í erfiðleikum, ef þú
ert aðeins svartsýnn, ef þú berð áhyggjur út af fjölskyldu þinni
eða einhverju, talaðu þá við einhverja, ef þú getur náð til
þeirra.“
Ég hitti mann fyrir nokkru. Hann er ekki kristinn, og hann
sagði: „Þekkir þú hann kaptein . . .?“
Ég svaraði: „Já, hann var í fangelsi með mér.“
Maðurinn sagði: „Ég var í flugvél með honum hér um daginn,
og undir eins vorum við farnir að tala um kristindóminn.“
„Það var ekkert undrunarefni," svaraði ég.
Ekki leið á löngu, eftir að ég kom í fangelsið, að ég lærði,
hvað væri mikilvægt. Stundum höfðum við aðeins stutta sek-
úndu í viku, eða þrjár eða fjórar sekúndur til að tala við mann,
sem við vissum að hafður væri í einangrun. Við vissum, hve
ákaflega hann þarfnaðist sambands við einhvern. Aðeins það
að heyra ameríska rödd segja: „Haltu það út þarna, félagi,“ eða
„Guð blessi þig,“ það var nóg til að bera hann yfir aðra viku.
Þeir gátu gengið næst lífi hans með pyndingum, og aftur
mundi hann rísa á fætur, en hann þarfnaðist þessarar manns-
raddar.
Hann þarfnaðist sambands, alveg eins og við þörfnumst sam-
bands við Guð.
Eins og ég sagði áður: Sambandið reyndist lífæð okkar,
styrkur okkar. Er maður hafði verið pyndaður upp að hnjám,
var blóðugur, barinn og beygður, eitt orð eða högg á vegginn,
þá stóð hann aftur beinn í fullri hæð.
Þegar lífið er orðið okkur svo örðugt, að við erum beygð,
barin og blóðug, eitt orð frá Guði, og við stöndum aftur upprétt
í fullri hæð.