Norðurljósið - 01.01.1976, Page 49
NORÐURLJÓSIÐ
49
Er maðurinn opnaði byssuna, hætti hann andartak að miða
á okkur.
Þetta þurfti Ben. Sem elding var hann horfinn úr augsýn.
Drukkni maðurinn fálmaði með höndunum og kom byssunni
aftur í samt lag. Ég stóð eftir einn og beindi maðurinn vopninu
að mér.
„Hvers vegna flúðir þú ekki?“ spurði drukkni maðurinn.
,,Ég þarf að framkvæma skylduverk. Þar að auki veit ég, ef
þú deyðir mig, að ég fer til himins, af því að ég á fyrirheit um
eilíft líf fyrir trú á Jesúm Krist.“ Ég þakkaði Drottni fyrir að
hjálpa mér til að svara svo rólega.
,,Þú átt við, að Guð þinn gefi þér styrk til að mæta dauðan-
um? Ég . . . ég vildi, að ég ætti slíka trú,“ sagði byssumaður og
hengdi niður höfuðið.
,,Þú getur eignast hana á sama stað sem ég eignaðist mína
trú,“ sagði ég og gekk með varúð nær honum. „Biblían segir, að
trúin sé ,gjöf Guðs.‘ Og Drottinn getur hjálpað þér með öll þín
vandamál og gefið þér þetta sama eilífa líf.“
Allmörg ár eru liðin, síðan þetta gerðist. Ég er ekki lengur á
varðgöngu. Ég var gerður að höfuðsmanni. En ég gleymi aldrei
reynslu minni við byssukjaftinn.
í fyrstunni hefði ég fremur kosið að vera einhvers staðar á
öðrum stað en á svölunum frammi fyrir byssu drukkna manns-
ins. Nú orðið lofa ég Drottin fyrir þetta atvik. Daginn þann
lagði drukkinn byssumaður byssuna frá sér. Þá hlustaði hann
á lögreglumann, sem skýrði fyrir honum, hvernig maðurinn getur
öðlast nýtt líf með því að afhenda allt hinum lifandi Guði í
persónu Jesú Krists.
Einmitt þar á svölunum bað hann Guð að fyrirgefa sér vegna
Jesú og að koma inn í ævi sína.
Ævi þessa manns hefir síðan verið breytt, þótt hann hafi átt
í baráttu. Nú er hann félagi í sama söfnuði og ég.
Hvað varð um Ben Rockford? Flótti hans var vanræksla á
skvldustarfi, ástæðu til burtreksturs úr lögreslunni.
En ég hafði ekki kært hann. Hann kærði sig sjálfur, fékk
áminningu og fyrirgefningu. En hann er ennþá í varðmanna
deildinni.
Ég skal segja honum það til hróss, að hann hætti að gera gys
að mér. Hann sér jafnvel um það, að enginn annar geri gys að
mér eða að kristindóminum yfirleitt. Hann leyfir heldur ekki
blót, eða að sagðar séu saurugar sögur á lögreglustöðinni.