Norðurljósið - 01.01.1976, Síða 54
54
NORÐURLJÓSIÐ
um . . . Þér hafið eigi annast þjónustu helgidóma minna, heldur
settuð þér þá til að annast þjónustuna í helgidómi mínum.“
(Esek. 44. 6.-8.).
Hefir nokkuð hliðstætt þessu gerst í kristindóminum? Vissu-
lega. í nýja testamentinu sjáum við aðeins sjálfstæða, frjálsa
söfnuði, óháða sameiginlegum yfirráðum nokkurs manns eða
manna. En skjótlega tók þetta að breytast. Biskupar í stórborg-
unum fóru að fá æ meiri völd í hendur. Þó keyrði fyrst um
þverbak, er kristnin hafði verið gerð að ríkistrú, en það var,
þegar allir áttu að vera kristnir. Þá komust skjótlega menn til
áhrifa innan kirkjunnar, sem „óumskornir voru á hjarta.“ Þetta
hefir síðan haldist við. Guðfræðiskólar hafa margir verið, í
vestrænum heimi, gróðurreitir gagnrýni á biblíuna, kenningar
hennar, bæði um guðdóm Drottins Jesú, áreiðanleika biblíunn-
ar og jafnvel tilveru sjálfs Guðs. Frá þessum „spámönnum“,
boðberum svonefnds frjálsræðis í trúarefnum, hefir trúleysi
breiðst út og líka alls konar villukenningar, sem dafnað hafa í
skugga og skjóli efahyggju og vantrúar á kenningar heilagrar
ritningar. „En dómurinn yfir þeim frá fyrri tíð dvelur ekki, og
glötun þeirra blundar ekki,“ segir postulinn Pétur í 2. bréfi sínu,
2.2.
3. Ekki refsað fyrir dauðasynd.
Er Drottinn gaf lögmálið á Sínaí, var fyrsta boðorðið þetta:
,,Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“ Annað boðorðið var á
þessa leið: „Þú skalt engar líkneskjur gera þér né nokkrar
myndir eftir því, sem er á himnum . . . þú skalt ekki tilbiðja þær
og ekki dýrka þær.“
Þetta boðorð, að gera ekki líkneski, var skjótlega brotið.
Segir frá þessu í Dómarabók 17. og 18. kafla. Fyrst er það einn
maður eða öllu heldur móðir hans, sem lætur gjöra hökullíkneski
og húsgoð.
Ættkvísl Dans hlaut erfðahlut sinn í landinu allra nyrst. Það
var í nánd við stórborgirnar Týrus og Sídon. Líklega hafa íbúar
þeirra meinað þeim akurlendið, er lá í nánd við þær. Þeir urðu
því að hrekjast þaðan. Voru þá sendir menn að leita nýs lands-
svæðis. Það fannst. Er svo flokkur af ættkvíslinni var að flytja
sig þangað, komu þeir við hjá þeim manni, sem dýrkaði hús-
goðin. Tóku þeir þau og prest hans, sem var sonar-sonur Móse.
Settu Danítar líkneskin upp hjá sér og dýrkuðu þau, uns fólkið
var flutt burt úr landinu og herleitt til Babel.