Norðurljósið - 01.01.1976, Side 58

Norðurljósið - 01.01.1976, Side 58
58 NORÐURLJÓSIÐ gera kálfa tvo af gulli, og hann kom þjóðinni til að dýrka þá, þó að sumir kysu heldur að láta lönd sín og flytja sig til Júda- ríkis. Þjóðabrotin bæði fylltu að lokum svo mæli synda sinna, að þau voru herleidd, ísrael til Assýríu, en Júda um það bil 136 árum síðar til Babel. Eftir þessar herleiðingar eignaðist þjóðin aldrei aftur inn- lendan konung. Hvað um ísrael varð, greinir menn á um. Menn úr sumum þeirra ættlcvíslum sameinuðust Júdakvísl, Gyðingum. Sumir telja, að eitthvað af ættkvíslum Israels hafi að lokum komið til Evrópu. Halda sumir fram í fyllsta alvöru, að Engil- saxnesku þjóðirnar séu afkomendur þessara ættkvísla, nema ættkvísl Assers, sem hafi komist seinast á flakki sínu til Noregs og þaðan farið vestur um haf til íslands. 7. Konungsríki Israels verður endurreist. Þegar engillinn vitjaði Maríu, færði hann henni þennan boð- skap: „Þú munt þunguð verða og fæða son; og þú skalt láta hann heita Jesúm. Hann mun verða mikill og verða kallaður sonur hins Hæsta; og Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans mun enginn endir verða.“ (Lúk. 1. 30,— 33.). Um það bil 31 ári síðar hóf Drottinn Jesús starf sitt. Þá tók hann að stofna það ríki sitt, sem er hið innra í hjörtum þeirra manna, sem opna sig fyrir honum sem frelsara sínum, konungi og Drottni. Þessu starfi hefir hann haldið áfram í meir en 1940 ár. Hann á það fólk nú hér á jörðu, eins og hann hefir átt það síðan á dögum postula sinna, sem tekur hann fram yfir allt annað. Þeir þakka honum sem frelsara sínum, þjóna honum sem konungi sínum og tilbiðja hann sem Drottin sinn og Guð sinn. Þetta er það Guðs ríki á jörðu, sem kom þannig, að ekki bar á því. Guðsríki, sem hvergi á sér þjóðland né höfuðborg, er komið nálega um alla jörðina, en þó er hvergi hægt að benda á það. Ísraelsríkið með Krist sem konung hefir ekki verið stofnað enn. En það kemur. Ef til vill má segja, að það sé næsti liður á dagskrá Guðs, þáttur, sem geti hafist hvenær sem er eftir nokkurra ára ógnir og hörmungar hér á jörðu, sem langt munu taka öllu því fram, sem áður hefir þekkst. En hörmungartíminn endar á þann hátt, að Drottinn Jesús kemur aftur frá himnum ásamt herskörum engla og sínum heilögum, sem trúað hafa á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.