Norðurljósið - 01.01.1976, Page 71

Norðurljósið - 01.01.1976, Page 71
NORÐURLJÓSIÐ 71 ekki rakið hér. En segja skal frá baráttu hans við ofuraflið, sem nefnist girnd. Maurice Smith byrjar 5. kafla með að minnast á uppreisn æskunnar, sem ekki vill lúta neinu valdi. Hún er óánægð með þjóðfélagið, stéttaskiptingu og siðakröfur. Hún veit ekki, hvað hún vill, en segist vera í uppreisn, en skilur oft ekki, hvers vegna hún er það. Hún veit aðeins, að allt er öðru vísi en það á að vera. Vandamálið dýpsta er það, að Jesús Kristur er ekki settur í það sæti, sem honum ber. Frelsið finnst aðeins með því að vera fús til að þjóna honum. Hann er eini leiðtoginn, sem alveg samsvarar boðskap sínum. Það er ekki, að hann prediki aðeins yfir þér. Hann kemur niður til þín, lifir í þér og frelsar þig frá harðstjóranum, sem er þinn eiginn vilji. I vissum skilningi erum við sjálf verstu óvinir okkar: Ég ætla nú að segja frá, hvernig Jesús Kristur gaf mér frelsi. Ég vil byrja með kyn-vandamálið. Vandamálið það mætir hverjum þeim, sem vill í raun og veru varðveita hreina samvisku. Frjálsar ástir eru engin lausn á því! Lengst af um dagana hefir það vandamál þjáð mig. Ég vissi, að Jesús hefir borið refsingu synda minna á krossinum á Golgata, — en allra dýpst innra með mér, þá vildi ég fá meira en fyrirgefningu. Ég vildi vera laus við þessa þreytandi plágu. Þótt ég væri kvæntur og elskaði mína konu mjög innilega, gat ég aldrei bugað þann mátt, sem dró mig að hinu kyninu. Engu skipti, hvar ég var staddur, hvort það var bænasamkoma eða samkvæmi kaupsýslumanna, ef kona var þar, sem sat þannig, að klæðin hyldu líkama hennar ekki nógu vel, þá varð sá staður mér Víti á jörð. (Ef þú ert laus við þetta, settu þá ekki út á mig, en vertu mjög þakklátur fyrir, að þú ert laus við þetta hræðilega sálar-deyðandi vald). Það var alveg nægilegt verkefni fyrir mig að halda augum mínum á réttum stað. Gat ég varla einbeitt mér að nokkru öðru á meðan. Mér var það martröð að aka bifreið, því að athygli mín beindist að sérhverri álitlegri stúlku, sem fór framhjá. Máttur viljans var gagnslaus. Mörgum sinnum hefi ég vikið út frá vegi og grátandi hrópað til Guðs: ,,Ö, gjörðu svo vel að taka þetta í burtu!“ Stundum eftir ósigurs dag hefi ég varla vitað, hvernig ég ætti að koma heim. Ég blygðaðist mín svo mjög. Ég vissi, að ein- hvers staðar hlaut að vera lausn að fá, eða kristnidómur minn allur væri í hættu, því að biblían kennir: „Standið gegn djöfl- inum, og þá mun hann flýja frá yður.“ (Jak. 4.7.). Jæja, í hrein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.