Norðurljósið - 01.01.1976, Síða 75
NORÐURLJÓSIÐ
75
Ódmkkinn eða frjáls?
ICaflinn, sem ber þetta nafn, er 7. kafli bókar eftir feðgana
David og Don Wilkerson. Faðirinn, David Wilkerson, er orðinn
víðkunnur maður vegna brautryðjendastarfs síns í björgun eitur-
lyfjaneytenda og annarra, sem binda eigi bagga sína „sömu
hnútum og samferðamenn," heldur hafa rekið sig í sjálfskapaða
útlegð vegna neyzlu eiturlyfja eða annarrar afbrigðilegrar hegð-
unar, eða vegna ofneyzlu áfengra drykkja.
Bókaútgáfa Zondervans, Grand Rapids, Michigan, í Banda-
ríkjunum hefir leyft mér góðfúslega að snúa kaflanum „Ódrukk-
inn eða frjáls“ á íslenzku, ef það gæti orðið Georg Viðari
Björnssyni til einhvers gagns við björgunarstarf sitt meðal fólks,
er um of neytir áfengis. En fleiri munu geta haft gagn af honum
en vistmenn Georgs Viðars.
Ódrukkinn eða frjáls?
Eftir David Wilkerson.
Dálítið stytt.
Það er eitt af mörgu, sem ég óttast, að athyglin, sem beinist
nú svo mjög að neyzlu eiturlyfja, verði til þess, að við missum
sjónar á voðalegu ástandi vínsjúks fólks. Hvað gerir mann-
félagið? Felur það vínsýki sína á bak við eiturnautn æskunnar?
Er umhyggjan, sem vér berum fyrir eitursjúku fólki, uppgerðar-
laus? Eða er hún flótti frá vandamáli vínsins? Hjá mörgum er
það flótti. Foreldri, sem heldur á viskýglasi í hendinni, getur
ekki heiðarlega áminnt barn sitt vegna hættunnar við eitur-
lyfja nautn.
„Ef foreldrar okkar drekka, hvers vegna getum við þá ekki
reykt hass? Það er ekki verra og gerir jafnvel minni skaða.“
Þetta er ein sú röksemd, er ég á erfitt með að svara, þegar ég
ræði við ungt fólk um þær hættur, sem fylgja eiturlyfjum.
Hvort marijuana gerir minni skaða en vínandinn, hefir aldrei
verið sannað. En unga fólkið hefir nokkuð til síns máls, þegar
það segir: „Þið hafið sjálf eitthvað, hvers vegna megum við
ekki hafa eitthvað líka?“ Tvær rangar ályktanir verða ekki að
einni réttri, auðvitað. Notkun eins eiturs réttlætir ekki notkun
annars eiturs. Eigi að síður, sé rangt að nota marijuana, þá er
eins ástatt með vínandann.
Áhyggjan, sem þjóðfélagið hefir af eiturlyfjaneyzlu, getur