Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 88
88
NORÐURLJÓSIÐ
kommúnisti, og hann trúir ekki á Guð.“ Hinir góðu kommún-
istar í Suður-Chile kærðu sig alls ekki neitt um dreifingu kristi-
legra rita. Var lífi þeirra, sem dreifðu þeim, ógnað svo mjög, að
hætta varð við dreifinguna.
Áætlanir Guðs geta menn aldrei gert að engu, heldur ekki
kommúnistar. Viðburða-rásin í Rússlandi hefir orðið sú, að
aldrei hafa verið fleiri sannkristnir menn þar en einmitt nú,
þótt brátt verði liðin 60 ár, síðan stjórnarbyltingin var gerð þar.
Áætlanir manna höfðu verið þær, að kristindómurinn yrði
þurrkaður út. En áætlun Guðs var sú, að kristna trúin skyldi
haldast við þar í landi, þrátt fyrir hatur Satans og mótspyrnu
manna.
Svipaða fyrirætlun hafði Guð með Chile. Þjóðin skyldi fá
fagnaðarerindið. ,,Illir menn eru í hendi hans hirtingarvöndur
syndugs manns,“ blés hann Hallgrími Péturssyni í brjóst að
setja í Passíusálmana. Menn risu upp í Chile, sem gerðu upp-
reisn og steyptu stjórn kommúnista. Sá hirtingarvöndur kom
hart við marga í Chile. En hann gerði sitt verk.
Það var unnt að hefja kristilegt starf á nýjan leik í Chile.
Guð kennir í brjósti um fátæklinga, ekki er vafi á því. En hann
kennir meir í brjósti um manns-sálirnar, sem fá ekki „brauð
lífsins“, Jesúm Krist sem frelsara.
Nú kemur hér stutt grein um þetta, þýdd úr ,,The Flame“
sept.-okt. 1974; í henni segir svo:
Mikið hefir verið skrifað og mörg orð töluð af ríkisstjórnum
. . . viðvíkjandi valdatöku hersins í Chile, sem varð kommún-
ismanum áfall. Það, sem ekki er alkunnugt er það, að á undan
valdaránihersins hafði æstasti flokkur vinstri sinna gert áætlun,
er nefnd var ,,Áætlun“. Samkvæmt henni átti að myrða áhrifa-
mestu leiðtoga landsins, trúarlega og stjórnmálalega. Valdatakan
gerði áætlun þessa að engu. Vegna hennar voru þúsundir komm-
únista settir í fangelsi.
Evangeliskir, kristnir menn, sem engan þátt höfðu tekið í
stjórnmálum, hvorki til hægri né vinstri, hafa síðan átt mikil
tækifæri til að vitna um Krist. Pastor nokkur fór með biblíur
og nýja testamenti í fangelsi. Hann fékk alveg hjartanlegustu
viðtökur. Hann segir: ,,Ég var umkringdur af föngum, sem báðu
um testamenti. Þeir voru líkir börnum, er sækjast eftir sælgæti.
Þeir ýttu, seildust, báðu um kafla úr biblíunni, — læknar lög-
fræðingar, háskólakennarar og bændur.11