Norðurljósið - 01.01.1976, Page 103
NORÐURLJÓSIÐ
103
mig síðan heilögum Anda. Fyrst í stað var engin breyting sjáan-
leg, og reyndi það á trú mína.
Þriðja daginn, er ég var einn og gerði þakkir fyrir máltíð, kom
ég að orðunum „Drottins Jesú Krists.“ Þá var mér veitt mjög
blessuð opinberun um Drottin Jesúm Krist sem frelsara minn,
upprisinn, lifandi, nálægan. Á eftir komu dásamlegar stundir,
gleðiríkrar meðvitundar um nálægð hans.
Konungurinn í ljóma (fegurð, ensk þýð) sínum hafði komið
til að dvelja! Daginn eftir las ég í Jóh. 16.: „Hann mun vegsama
mig.“ Þau komu í hjarta mitt með mikilli gleði og lofgjörð. Ég
vissi, að heilagur Andi hafði komið inn í fyllingu sinni.
Síðan eru mörg ár liðin í þjónustu fyrir Krist. Tvö fyrirheit,
sem hann hefir gefið mér, hafa verið mér stöðug uppörvun. Hið
fyrra- og það er náðarríkt fyrirheit manni, sem hefir verið frá-
fallinn. - „Ég bæti yður upp árin, sem átvargurinn át“ (Jóel 2.25.)
Síðara fyrirheitið er þetta: „Ekki hafið þér útvalið mig, heldur
hefi ég útvalið yður, og ég hefi sett yður til þess, að þér farið
og berið ávöxt og ávöxtur yðar vari við.“ (Jóh. 15.16.) Ellis
Gowan og kona hans eru ennþá skínandi vitni Krists í Afríku.
(The Flame nr. 5 og 6, 1974).
Hann þekktist ekki
Hér fyrr á dögum, meðan ekki var þéttbýlt í Norður-Carolínu
í Bandaríkjunum, tíðkaðist það, að umferða-predikarar fengju
ókeypis gistingu í gistihúsum.
Predikari nokkur gisti í litlu gistihúsi nokkrar nætur. Er hann
bjóst til að fara, fékk gestgjafinn honum reikning fyrir dvölina.
„Hvað?“ sagði predikarinn. „Ég hélt, að predikarar fengju hér
ókeypis gistingu.“
,,Jæja,“ sagði veitingamaðurinn, „þú komst hér inn og ázt
þinn mat án þess að gera Guði þakkir fyrir hann. Enginn hefir
séð þig með biblíu, en þú hefir talað um allt nema trúarbrögðin.
Segðu mér, hvernig áttum við að vita, að þú værir predikari?“
(Or Emergency Post).
Hvernig er það með okkur, sem játum trúna á Drottin Jesúm
Krist? Ef við erum á ferðalagi, er þá biblían eða nýja testa-
mentið tekið með og lesið í viðurvist annarra, ef gista þarf í
herbergi með öðrum? Er í samtölum, sem við eigum við annað