Norðurljósið - 01.01.1976, Qupperneq 104
104
NORÐURLJÖSIÐ
fólk, nokkru sinni vikið að því, sem Drottinn Jesús sagði um:
,,Eitt er nauðsynlegt?" „Yður ber (er nauðsynlegt) að fæðast
af nýju?“ Hér verður hver að svara fyrir sig.
Fyrir eigi allmörgum árum var nafnið Niemöller svo að segja
á hvers manns vörum um vestur-Evrópu. Hann var kafbáts-
foringi í heimsstyrjöldinni fyrri, en gerðist síðan lúterskur kenni-
maður, sem ekki fylgdi Hitler að málum og varð því að fara í
fangelsi og dúsa þar árum saman. Hann lcomst þaðan lifandi.
Niemöller segir svo frá, að hann dreymdi, að hann sá Hitler
standa fyrir dómstóli Krists. Varði hann þá mál sitt með því að
segja: „Enginn sagði mér frá þér.“ Sneri Drottinn sér þá að
Niemöller og sagði við hann: „Þú varst eitt sinn einn með honum
í klukkutíma. Hvers vegna sagðir þú honum ekki frá mér?“
Honum varð fátt um svör. Er hann vaknaði, minntist hann þess,
að hann hafði eitt sinn, meðan Hitler lifði, verið aleinn klukku-
tíma með honum.
Hve ólík hefði saga Evrópu orðið — og jafnvel alls heimsins
— ef einhver hefði snúið Hitler til trúar á Krist, er hann var
ungur maður. Ef hann hefði fylgt kenningu Krists af sömu trú-
mennsku og kenningu Nietsche um „ofurmennið“, þá mundi
hann hafa getað orðið í fremstu röð þeirra manna, sem unnið
hafa stórvirki í þjónustu Jesú.
Svíki minnið mig ekki, þá snerist Maó ,,formaður“ sem ung-
lingur frá áhrifum kristinnar trúar, af því að kristniboði neitaði
honum um viðtal, er hann leitaði á fund hans. Vafalaust hefir
kristniboðinn verið þreyttur og viljað hvíla sig. En postular
Krists, þótt þreyttir væru og komnir á óbyggðan stað til hvíla
sig, voru ekki látnir relca fólkið brott, þúsundirnar fimm auk
kvenna og barna. Er meistari þeirra hafði sinnt líkamlegum
meinum og andlegum þörfum fólksins, þá varð það hlutverk
postula hans að bera öllu þessu fólki fæðu, sem margfaldaðist
í blessuðum höndum Meistara þeirra. Hvað hefði orðið úr
kraftaverkinu, ef hvíldin hefði verið látin sitja í fyrirrúmi?
„Hví sagðirðu fleirum ei frá,
er fékkstu hjá Jesú að sjá?
Hvernig eiga þeir á hann að trúa,
ef enginn vill segja honum frá?“