Norðurljósið - 01.01.1976, Qupperneq 128
128
NORÐURLJÓSIÐ
NOKKRAR DEILDIR í ÞJÁLFUNARSKÓLA GUÐS.
Höfundur ókunnur.
1. Deild tilbreytingaleysis.
Hún er einkum ætluS nemendum, sem þurfa að læra hvar
sem er og alstaðar mitt í svipleysi og tilbreytingarleysi á sléttum
lífsins.
Spámaðurinn Esekíel var eitt sinn nemandi í þessari deild.
Esek. 3.22.-25.
2. Deild takmarkana.
I þessari deild verður nemandinn að vera ánægður með að
vera falinn og ókunnur, að vera lokaður inni með Guði og að
lifa í honum án nokkurrar útgöngu, ,,og hann mun þaðan aldrei
út fara.“ Opinb. 3.12. Hann mun líka læra, hvenær hann á að
tala og hvenær hann á að þegja, að hafa ekki aðeins saman-
lagðar hendur, heldur einnig samanlagðan vilja.
3. Deild lífsins í eyðimörkinni.
I þessari deild verður nemanda kennt, í einhveru og andlegum
þurrki, að halda við samfélagi við Guð, að skoða dýrð hans og
verða gagntekinn af honum. Hann mun verða kallaður út frá
öðrum til að sjá hcilagleika Guðs og dýpri, æðri köllun en hann
hefir nokkru sinni þekkt áður. Eftir þetta verður líf hans logandi
eldur með Guði. 2. Mós. 3.1, —5.2.
4. Deild góðs árangurs.
Þessi deild er fáum ætluð, því að nemendur flestir gátu ekki
staðist hin ströngu próf, sem innifalin eru í náminu þar. Réttindi
þessarar deildar og kraftur hafa verið svo mikið misnotuð, að
hinn alvitri Forstjóri hennar setur sjaldan nemendur í hana
nema í mjög stutt námskeið. Eigi að síður, þeir, sem settir eru
í þessa deild, læra fyrst af öllu, að þeir sjálfir eru ekki neitt, og
síðan þann kraft, sem er Persóna, heilagur Andi, er á að nota
þá, en þeir ekki hann.
Þeir læra líka, að miklum andlegum sérréttindum fylgir mikil
ábyrgð, en sú ábyrgð er svörun við því, sem Hann megnar, og
að árangur boðar að verða til einskis gagns í framtíðinni, nema
lífið sé umhjúpað bæn. — Daníel 2.17. —23., 48.