Norðurljósið - 01.01.1976, Síða 134
134
NORÐURLJÓSIÐ
■
Fáir eða margir.
Kristur var einu sinni spurður: „Herra, eru það fáir, sem
hólpnir verða?“ Hann svaraði ekki spurningunni, en sagði:
„Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því að
margir segi ég yður, munu leitast við að komast inn og ekki
geta.“ Það var of seint að knýja á dyrnar, þegar þeim hafði verið
lokað. Ef fólk vill sækja skemmtun eða leik, sem ætla má, að
fjölmenni sæki, reyna menn að tryggja sér aðgöngumiða í tíma.
Þetta vill Kristur, að við gerum líka á andlega sviðinu, komum
til hans, veitum honum viðtöku sem frelsara olckar og Drottni,
og þá er alveg öruggt, að við verðum með honum handan grafar.
Þú minntist á miljarða miljarðanna, sem lifað hafa á jörðinni,
síðan mannkynið varð til. Má ég benda þér á, að miljarður er
1000 milljónir. 1000x1000 milljónir er ein biljón, og svo margt
fólk hefir aldrei lifað á jörðinni, síðan mannkynið varð til. Ung-
barnadauði og drepsóttir héldu fjölgun mannkyns í skefjum,
einkum er við bættist hallæri og styrjaldir. Það var fyrst, er
læknarnir urðu þeir listamenn að geta teygt í okkur lífið og
forðað fjölda barna frá dauða, sem verulegrar mannfjölgunar
fór að gæta. En þrátt fyrir alla fjölgun er himinn Guðs nógu
víðfeðmur til að geta rúmað alla þá, er þangað komast, og þeir
verða ekki fáir. Opinb.bók. 7.9. —17.
Allir geta öðlast lífið.
Það er gleðiboðskapur biblíunnar, að allir geta öðlast lífið
eilífa. Öllum er boðið að gera iðrun (Post. 16.30.). Iðrun er að
láta sagt skilið við sérhvað það, sem er rangt. Allir geta fengið
fyrirgefning synda sinna, af hvaða tagi, sem þær eru, ef þeir
koma í bæn til Drottins Jesú, játa þær fyrir honum og láta svo
af þeim með hans hjálp. „Blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss
af allri synd.“ „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og
réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss
af öllu ranglæti.“ (1 bréf Jóh. 1.7. og 9.). Eftir þessu ákvað ég
að fara, og eru mörg ár síðan. Ég treysti því, að Guð gerði sinn
part og fyrirgæfi mér, þegar ég gerði minn hluta og játaði það,
sem ég hafði gert rangt. Mér reyndist það líka vera svo. Skýið,
sem ég fann að komið hafði milli mín og Guðs, leið á brott, og
ég fann birtu frá honum leika um anda minn. Þetta er að sjálf-
sögðu reynsla margra fleiri en mín.
Ég gerði einu sinni upp reikninga lífs míns. Ég reyndi að rifja
upp allt það, sem ég hafði gert öðrum rangt. Þeim, sem ég hafði
i