Norðurljósið - 01.01.1976, Page 136

Norðurljósið - 01.01.1976, Page 136
136 NORÐURLJÓSIÐ arinnar.11 (Hebr. 12.2.). Þetta merkir allt samanlagt, að þú átt að horfa á Jesúm, beina augum þínum að honum. í honum erum við réttlætt, helguð, endurleyst. Við verk hans, fullkomleik hans, réttlæti hans verður engu bætt af okkar hálfu. ,,í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega11. í honum eigum við hlutdeild í þessari fyllingu. Kól. 2.8. Við þetta verður engu bætt af okkar hálfu. Guð horfir á okkur í Kristi. I honum erum við algjör. Með þessu er ekki sagt, að við séum orðin fullþroskað fólk í Kristi. Vafalaust ná fáir slíkum þroska. En þroskinn kemur við samlífið við Krist. Hann verður alltaf að vera okkur allt í öllu. „Án mín (frágreindir mér) getið þér alls ekkert gert,“ sagði hann. Þess vegna: Horfðu á Drottin Jesúm. Að lokum: Er vilji þinn lagður undir Guð? Ertu ánægð með að vera veik, ef Guð vill láta þig vera það? Hver eru veikindi þín, og hvernig haga þau sér. Það sakar ekkert, þótt þú segir mér frá því. Þú segir, að óvinurinn segi: „Þú getur ekki verið frelsuð, því að þú ert ekki orðin heilbrigð. Því að Jesús bar bæði sjúkdómana og syndirnar upp á tréð. Og ef þú trúir ekki hvort tveggja, þá ert þú ekki frelsuð.“ Svo leiðir af þessu, að þú átt elcki frið Guðs eða fullvissu um fyrirgefning syndanna í hjarta þér. Fyrst af öllu skalt þú minnast þess, að Drottinn Jesús sagði um Satan, að hann væri lygari. Þess vegna er ekki einu orði trúandi af því, sem hann segir, og allra síst, þegar frelsun okkar er annars vegar. Drottinn Jesús sagði: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ Hann sagði líka: Ég er . . . sannleikurinn, og ritningin segir: „engin lygi getur komið frá sannleikanum.“ (1 Jóh. 2.21.). Þess vegna tók Drottinn Jesús á móti þér, þegar þú komst til hans, hvort sem þú fannst það eða fannst það ekki. Þegar því leiðbeinandi þinn fann, að þú efaðist, hefði hann eða hún átt að láta þig biðja eitthvað á þessa leið: „Drottinn Jesús, ég kem samkvæmt loforði þínu til þín. Ég er syndari, sem þarf að frelsast frá öllum syndum mínum, og ég bið þig að frelsa mig frá þeim og fyrirgefa mér þær. Ég bið þig að taka á móti mér og gera mig að Guðs barni, því að ég tek hér með á móti þér sem frelsara mínum og Drottni og vil játa þig fyrir mönnunum. Þökk fyrir það, að taka á móti mér og frelsa mig fyrir þíns nafns sakir. Amen.“ Hafir þú aldrei beðið slíkrar bænar, þá skaltu gera það nú samstundis. Síðan reiðir þú þig á þetta orð Drottins. Þegar svo óvinurinn kemur og vill freista þín til að efast, þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.