Norðurljósið - 01.01.1976, Síða 150
150
NORÐURLJÓSIÐ
Sanherib vildi heldur sækja Egifta heim en láta þá elta sig, er
hann væri snúinn heim á leið.
Menning Israels var á marga lund svipuð menningu okkar nú.
Þeir stunduðu sveitabúskap, akuryrkju að vísu í stað túnræktar,
höfðu kindur og kýr, hesta, asna og múlasna, veiddu fisk í ám
og vötnum. í borgunum blómgaðist bókleg menning, skáldskap-
ur og verslun. Áhrifa þessara fornu menningar Israels gætir enn
víða um lönd, þar sem bókin mikla, biblían, er virt og elskuð
svo, að orðum hennar sé gaumur gefinn.
Engan þarf því að undra, þó að menn þeir, sem vestræna
menningu vilja feiga, beini flugskeytum háðs og fordæmingar
að biblíunni, vilji hindra dreifingu hennar, sölu og lestur. En
allir hinir, sem vilja varðveita hana, ættu að lesa biblíuna og
kosta kapps um að læra af henni kærleika og réttlæti. „Rétt-
lætið upphefur lýðinn, en syndin er þjóðanna skömm.“ Með
þeim orðum Salómós konungs læt ég enda línur þessar.
— Sæmundur G. Jóhannesson.
Heiðin kynlífsfræðsla eða kristin?
Kristin trú gerir kröfur til fylgjenda sinna um gott siðferði.
Það er nauðsynlegt að halda þeim kröfum á loft, sem nýja
testamentið setur fram. Fólk, sem vill vera kristið, en les ekki
biblíuna, getur auðveldlega afvegaleiðst af spilltum aldaranda
þessa heims. Postularnir álitu það einmitt í sínum verkahring
að veita leiðbeiningar á þessum sviðum.
I Morgunblaðinu 22. apríl 1975 birtist grein, athygliverð um
margt, eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur alþm. Þar ræðir hún þessi
mál og tekur svo til orða. „Sjálfsagt verður það ,,pillan“ og aðrar
getnaðarvarnir, sem við verðum að treysta á í þessum efnum
fremur en sterkt og heilbrigð almenningsálit, á meðan hinir full-
orðnu, foreldrar og leiðbeinendur barna og unglinga — brosa
út í annað munnvikið, — virðast líta á það sem sjálfsagðan hlut
og jafnréttismál, að börn byrji að lifa kynlífi um fermingar-
aldur.“ Þetta segir hún. Ég vil segja, ef fólk lifir þannig, þá lifir
það sem heiðinn lýður, en ekki kristið fólk. Nýja testamentið
segir, að enginn frillulífismaður eigi sér arfsvon í ríki Krists
(Efesusbr. 5.5.). Það gagnar ekki, þótt fólkið eigi nöfn sín skráð
í safnaðarbókum einhverra kirkjudeilda. Það þarf að boða þessu
fólki iðrun, lífernisbetrun og syndafyrirgefning. Ef það snýr sér
frá syndum sínum og velur að hafa Jesúm Krist að leiðtoga lífs
síns í raun og sannleika, eins og flestir hafa lofað með vörum