Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 155
NORÐURLJÓSIÐ
155
„Nei, þú ert gestur. Auk þess er mamma búin að taka hann til.
Og við verðum tilbúnar að borða eftir andartak.“
Augu Melissu fylgdu henni með öfund. Virginía átti allt;
stórt hús, áhrifamikinn föður, sundlaug heima við húsið. Hún
gat gert allt, sem hana langaði til: leikið tennis, iðkað sund,
farið í gönguferðir. Hún var líka dugleg í skólanum, fékk háar
einkunnir. Hún söng í kórnum. Hún fékk bestu hlutverkin á
skólaskemmtunum.
Þá kom Melissu annað í hug. Síðastliðinn sunnudag hafði
sunnudagaskólakennarinn hennar sagt: „Krakkar, gleymið ekki,
hvað mikilvægast er af öllu í heiminum. Það er að vita, að syndir
ykkar séu fyrirgefnar. Engu máli skiptir, hvað þið eruð dugleg,
hvað þið eruð rík, hvað þið eruð sterk, ef þið vitið ekki, hvernig
á að frelsast. Þið eigið vinstúlku, sem þarfnast )esú. Peningar
hennar, gáfur hennar, dugnaður hennar frelsa hana ekki frá
glötun. Kennslukonan las þá Orðskviðina 11.30.: „Ávöxtur hins
réttláta er lífstré, og sá, sem vinnur sálir, er vitur.“ (Ensk þýð-
ing).
Melissa skalf. Hvernig gat hún, svo málstirð og klaufaleg, sagt
Virginíu, að hana vantaði eitthvað?
Allt í einu varð henni ljóst, að hún var búin að bíða lengi
eftir Virginíu. Hvar var hún? Melissa fór inn í garðinn á bak
við húsið. Hádegisverðurinn var á borðinu. En hvar var Vir-
ginía? Hún gægðist í gegnum flugnanetið fyrir eldhúsdyrunum.
„Frú Jacobs, hvar er Virginía?"
„Jæja, ég veit það ekki, úti, held ég. Hún var hér fyrir andar-
taki.“
Melissa gekk aftur út í auðan garðinn. Virginía var þar blátt
áfram ekki. Þá heyrði hún niðurbældan grát. Einhver var að
gráta. Gat það verið Virginía? Melissa beygði sig og leit undir
borðið. Virginía sat þar. Umhverfis hana var allt fullt af brotum
úr fallegri kristalskönnu. „Ó, Virginía, hefir þú meitt þig?“
„Nei,“ sagði hún og grét. „Ég skammast mín svo mikið.
Mamma sagði mér að nota ekki þessa könnu. Hún er gömul og
dýrmæt. Ég var reglulega óþæg við hana og sagði auðvitað, að
ég mundi ekki brjóta hana. Nú liggur hún hér í milljón molum,
og hvers vegna er ég svona sorgmædd?“
Melissa skreið undir borðið og lagði arminn utan um Virginíu.
Og Melissa, stúlkan, sem gat ekki gert neitt mjög vel, sagði
Virginíu, stúlkunni, sem gat allt, hið eina, sem hún þarfnaðist.
„Virginía, allir gera rangt. Biblían segir það, En þú getur ekki