Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 171
NORÐURLJÓSIÐ
171
Þetta kom að góðu gagni.
Það bar við fyrir nokkuð löngu, að Hindúa-kona sneri sér
til Krists, aðallega vegna þess, að hún heyrði lesið orð Guðs.
Maður hennar ofsótti hana vegna þessarar nýju trúar. Er hún
hafði verið kristin um tíma, spurði hana kristniboði: „Hvað
gerir þú, þegar maðurinn þinn er reiður við þig og ofsækir þig?“
Hún svaraði: „Jæja, herra, ég elda matinn hans betur. Þegar
hann kvartar, sópa ég gólfið betur; þegar hann mælir hörð orð,
svara ég honum mjúklega. Ég reyni, herra, að sýna honum, að
ég varð betri eiginkona og betri móðir, þegar ég varð kristin.“
Þótt maðurinn gæti staðist predikun kristniboðans, þá gat
hann ekki staðist þessa predikun konu sinnar með verkum
hennar. Hún vann hann fyrir Krist. (Emergency Post).
Alveg bjart hérna uppi!
Fyrir allmörgum árum var gufuskip á ferð yfir Atlantshafið.
Um tíma hafði verið niðaþoka. Skipstjóranum virtist standa á
sama og hélt áfram á fullri ferð. Farþegarnir fóru að verða
hræddir um, að skipið gæti hvenær sem væri rekist á annað skip.
Loksins sendu þeir nokkra menn upp í brúna til skipstjórans.
Áttu þeir að spyrja, hvort hann vildi ekki minnka hraðann og
hafa verði fremst og aftast á skipinu.
„Segið farþegum,“ mælti skipstjóri, „að þeir skuli engar
ihyggjur hafa. Ekkert er að. Það er alveg bjart hérna uppi.“
1 raun og veru var það svo! Þótt þokan væri geysilega svört, þá
lá hún rétt ofan við hafflötinn. Skyggni var gott til allra hliða
hjá skipstjóranum í brunni.
Allt er bjart, þar sem er skipstjóri sálna vorra. Þó að sýnist
dimmt hér á jörðu niðri, sér hann alla hluti. Jafnvel áður en
veröld þessi var sköpuð, vissi hann allt, sem gerast mundi hér.
Þokur óvissu, erfiðleika og sorga geta umvafið okkur, en allt
er bjart fyrir augum hans. Óhult mun hann flytja okkur á leiðar-
enda. (Emergency Post).
Lækningin.
Snjómokstur er stritvinna og tímafrek. En komi heitt sólskin,
þá hverfur snjórinn. Snjói náttlangt, getur snjórinn verið fet á
þykkt næsta morgun. En sólin getur brætt það allt á einum degi:
(Hér mun átt við heitara sólskin en er á íslandi. Þýð.).
Þegar kuldinn leggst yfir sálina, eða samfélag trúaðra, er hlýja
kærleika Guðs örugga lausnin á þeim vanda. (Þýtt).