Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 173
NORÐURLJÖSIÐ
173
„Vegna þess að ég varð sein fyrir, varð ég að setjast aftast,
þar sem fátt fólk var umhverfis mig. . . . Boðskapurinn, sem
fluttur var, var um ofsóknir.
Þegar kom að bænastundinni, leit ég í kringum mig. Sá ég
fyrir aftan mig smávaxna konu með fögur, skínandi augu. Ég
hugsaði með sjálfri mér: „Hún þekkir ekkert til ofsókna.“ Ég
fór að kenna í brjósti um sjálfa mig, og ég hugsaði: Ef aðeins
ég hefði komið nógu snemma, þá hefði ég getað setið hjá fólki
frá löndum, þar sem ekki er svo auðvelt að lifa sem sannkristin.
Þá fann ég, að hönd var lögð á öxl mér. Það var þessi kæra
kona, sem spurði með mildi röddu, hvort við gætum beðið
saman.
Ég sneri mér við og sagði: „Þekkið þér nokkuð ofsóknir, og
getið þér hjálpað mér til að vera undir þær búin?“
„Vera má, að ég geti það,“ svarði hún. „Árla á ævi minni bað
ég Drottin, að hann byggi mig undir það, sem hann hefði í
huga með mig. Og það gerðist, þegar maðurinn minn var drepinn
ásamt fjórum öðrum mönnum úti á kristniboðsakrinum.“
„Hvað hét maðurinn þinn?“ spurði ég.
„Nate Saint,“ svaraði hún.
Ég hélt, að ég væri ekki á réttum stað þennan morgun, . . .
en Drottinn setti mig þar, sem ég gat lært að biðja: „Drottinn,
búðu mig undir það, sem þú hefir í huga með mig.“ Þessi
morgunn í Lausanne var dýrmætari en allir hinir morgnarnir,“
segir Ellen de Kroon.
Norðurljósið hefir áður sagt frá kristniboðunum fimm, sem
myrtir voru af Auca-kynþættinum 8. janúar 1956. Tveimur
árum seinna fóru þær Elisabeth Elliot og Rachel Saint til
Aucanna í fylgd með ungri stúlku þaðan, sem Dayuma hét.
Dirfska þessara kvenna vakti nærri því eins mikla athygli þá
og morðin áður. Konum þessum var telcið vel.
Árið 1964 hafði Rachel Saint lokið við þýðingu á fyrsta kafla
guðspjalls Markúsar, sem var þá helguð Guði með bænum
sumra þeirra manna, sem myrt höfðu kristniboðana.
Fagnaðarerindið hefir hafl geysidjúp áhrif á Aucana. Þeir
trúa því, segir Rachel Saint, að það sé eðlileg kristni, að menn
séu fúsir til að deyja, sé það nauðsynlegt, til þess að flytja
öðrum kristna trú. Einn ungur maður frá þeim hefir látið lífið,
er hann fór að boða öðrum ættflokki Aucanna fagnaðarerindi
Krists. — Endursagt og þýtt. — S. G. J.