Norðurljósið - 01.01.1976, Síða 178
178
NORÐURLJÓSIÐ
Til gamans má geta þess, að síra Jón Steingrímsson „elci-
presturinn“ svonefndi, andaðist 1791. Dætur hans þrjár voru
þá giftar, sumar mjög nýlega. Snemma á þessari öld um 120
árum eftir dauða hans, var talið, að niðjar sr. Jóns skiptu
nokkrum þúsundum.
Þegar ísraelsmenn settust að í Egiftalandi, töldust þeir vera
75 sálir. Er þeir fóru brott úr landinu 215 árum síðar, voru þeir
rúm sex hundruð þúsundir auk kvenna og barna. Þeir voru
„frjósamir, jukust, margfölduðust og fjölgaði stórum.“
Það er ekki vafi á því, að mennirnir voru orðnir nógu margir,
til þess að Kain gat verið hræddur um líf sitt, þegar Guð kvað
upp dóminn yfir honum. — S. G. J.
• •
Orlagaríkur kaupsamningur
Ef spurt væri: „Hverjar eru þær þjóðir tvær, sem móta nú
mest sögu mannkynsins?11 þá færi varla hjá því, að svarið yrði:
„Rússar og Bandaríkjamenn.“
Biblían geymir marga spádóma, sem varða sögu mannkynsins.
Biblíufróður maður, sem uppi var í Bandaríkjunum um miðbik
19. aldar eða fyrr, rannsakaði mikið þessa spádóma. Komst
hann að þeirri niðurstöðu, að Rússar og Bandaríkjamenn ættu
eftir að kljást um yfirráðin í heiminum.
Bandaríkin voru fremur fámenn. Rússar réðu þá yfir geysi-
miklum landssvæðum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Alaska-
skaganum á meginlandi vesturhelmings jarðar.
Um eða eftir miðja 19. öld var maður uppi í Bandaríkjunum,
sem gerði það að baráttumáli, að þau skyldu kaupa Alaska af
Rússum. Með harðfylgi hafðist þetta fram, að þingið veitti þá
fjárhæð, sem Rússar kröfðust fyrir landið. Náttúruauðlegð þess,
fólgin í gulli, olíu og gasi var þá óþekkt. Það var veiðimanna
land fyrst og fremst. Kaupin voru gerð, en hvort þau fóru mútu-
laust fram, get ég ekki vitað. En hitt þykist ég vita með vissu,
að gjarnan mundu Rússar vilja nú, að Alaska hefði aldrei verið
selt.
„Atvikin gera ólíka menn að rekkjunautum.“ Stríðið við
þjóðverja 1939 — 1945 kom Rússum, Bretum og Bandaríkja-
mönnum í bandalag. Hittust þeir þá Stalin frá Rússlandi, Churc-