Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 4
3
fákunnáttan myndi í svip valda því, að heilir
flákar landsins legðist kirkjulega í eyði. Svo er
sagt. En hér er þá um meir en litla vantrú á
landið eða kirkjuna eða bæði að ræða. Vér trú-
um því liiklaust, að margt myndi ganga úr skorð-
um og mikil sundrung verða fyrst í stað, ef kirkj-
an væri leyst úr ríkisböndunum. En það þarf að
ganga úr skorðum og sundrast. Sundrung er
betri en dauði. Og vér trúum því alls ekki, að
frjáls og sjálfstæður kristindómur geti ekki þrif-
ist á Islandi eins og annarsstaðar í heiminum.
Kristindómurinn þrífst allsstctðar, ef hann fær
að njóta sín. Hann þrífst samt svo að eins, að
hann sé borinn áfram á fúsum örmum játenda
sinna, en honum sé ekki þjappað niður eins og
tólg í tunnu með valdboði og venjum.
Það er sagt, að allskonar trúflokkar komi
upp í landinu, sé þjóðkirkjunni slept. Látum þá
koma. Látum hvern mann fá að hafa sína trxi og
bindast félagsböndum við trúbræður sína og berj-
ast fvrir trú sinni. Svo á það að vera. Svo er
með allar skoðanir 02: alla hluti, þar sem frelsið
er; 0g þá fær nátúrulögmálið, survival of tlie fitt-
est, að njóta sín, og hið bezta sigrar um síðir.
Vér liöfum litla trú á yfirburðum trúar vorr-
ar, ef vér óttumst samkepni. Og þótt ólíkir trú-
flokkar sé í landi, er öllu óhætt. Það er ekki
nema á bernskuskeiði þeirra, að þeir eru óþjálir
og illir hver í annars garð. Þar sem þeir hafa
náð aldri og þroska, eins og nú er t. d. hér í Vest-
urheimi. Þar er samkomulag í bezta lagi og sam-
vinna í ýmsum greinum.