Áramót - 01.03.1908, Síða 5
9
Hinn mikilliæfi forstöðumaður prestaskólans
í Keykjavík, lektor Þórhallur Bjarnarson, var
eitt sinn ákveðinn talsmaður skiln-
„Mátulega aðar ríkis og kirkju. Þeirri stefnu
vel sof- hélt hann fram í „Kirkjublaðinu'‘.
andi.“ Nú er hann ritstjóri „Nýs Kirkju-
blaðs* ‘. Flestum mönnum heldur
hann betur á penna. Síðan hann tók við allri rit-
stjórn blaðsins nú um síðustu áramót, hefir blað-
ið dregið merki stefnu sinnar miklu hærra upp
stöngina. Það er í alla staði lofsvert, hvernig
sem menn annars virða stefnuna sjálfa. En nú
virðist hinn háttvirti ritstjóri hafa skift um skoð-
un á málinu um aðskilnað ríkis og kirkju. í
blaði hans frá 30. Apríl þ. á. stendur þessi ein-
kennilega klausa: „Ríkiskirkja, mátulega vel
sofandi, prúð og lög-gróin, er auðvitað frjáls-
lyndust eða umburðarlyndust. Þar er í reynd-
inni mest kenningarfrelsið, þótt enginn megi
helzt nefna það. Yér frjálslyndu mennirnir ætt-
um því ógn vel að geta unað oss í henni.“ Hann
álítur það eigi fullreynt, hvort kirkjan íslenzka
geti ekki verið „svo háhvelfd og rýmin á gólfi“,
að misjafnar skoðanir geti búið þar saman í
bróðerni.
Jú, víst geta jafnvel hinar ólíkustu og gagn-
stæðustu trúarskoðanir búið undir sama þaki, og
ríkiskirkjan verið frjálslyndust og umburðar-
lyndust, en vel að merkja með skilyrðinu því, að
hún sé — „mátulega vel sofandi“.
En ef menn nú skyldu vakna? Ritstjórinn
seeir: ..Oss, mörgum hverjum, er fyrir mestu
að fá líf og vakning.“ En ef þeir mi fá það? Ef