Áramót - 01.03.1908, Síða 7
11
meta hann réttilega og berjast fyrir honum af cll-
um kröftum.
Þegar sérstök umbrot byrjar á einhverju
svæði menningarinnar, er sjaldan laust við frekju
og ofstæki. Meðan menn eru að
Dómgirni nudda stýrurnar úr augunum, eru
og þeir oft nokkuð skapstyggir. Eftir
sanngirni. að þeir eru alklæddir og komnir út
í sólskinið, fer það af þeim. Engum
vafa er það bundið, að það er að morgna í ís-
lenzku þjóðlífi. Það eru margir farnir að klæða
sig og sumir enda komnir út á tún og engjar og
farnir að slá og raka. Guð gefi öllum góðan
dag!
En vakningin og fjörið nýja hefir það í för
með sér, að dálítið ógætilega er farið að í sumum
efnurn. Sérstaklega kemur þetta fram í mörgu
því, sem menn tala. Vakningin skiftir mönnum
í ýmsa flokka, eftir því, hvernig mönnum virðist
hyggilegast að liaga ferðum. Allir góðir menn
vilja sama takmarkinu ná: frelsi og farsæld, hæði
í andlegum og líkamlegum efnum. En sín leiðin
virðist hverjum greiðfærust. Sumir vilja fara
sjóleiðina, og vilja þá sumir þeirra róa, aðrir
sigla og enn aðrir hruna áfram á eimskipum.
Aðrir vilja fara landveg, og vilja þá sumir þeirra
ganga, aðrir ríða og enn aðrir aka í vögnum.
Svo æpir hver að öðrum og menn brigzla hverjir
öðrum um „þröngsýni“, „ljósfælni“, „mentunar-
skort“ og ótal-fleira. En óðar en sá, er áður fór