Áramót - 01.03.1908, Page 15
19
urmi er barátta undir hinu heilaga merki kross-
ins. — Hafi menn þetta liugfast, þá getr öllum
skilizt, hvernig standa muni á því, er
svo víða og af svo mörgum á þessum tíma — eins
og reyndar svo oft áðr í sögu kristinnar trúar —
er verið að ympra á því, að trúarjátningarnar
kirkjulegu sé óþarfar og jafnvel skaðlegar.
Um leið og megin-mál hinnar postullegu trú-
arjátningar er borið fram í kirkju vorri samfara
sérhverri barnaskírn, er með fáeinum orðum tek-
ið fram það, sem heimtað er af öllum kristnum
mönnum að þeir afneiti. Þess er krafizt í sam-
bandi við vígsluna til krossins í Jesú nafni, að
menn afneiti djöflinum og öllum hans verkum og
öllu hans athœfi; og sú krafa er þar jafnvel sett
á undan öllu öðru. Það bendir svo skýrt sem
verða má á það, hvílíkt alvörumál trúarjátningin,
eftir því sem drottinn ætlast til, á að verða öllum
kristnum mönnum. Sú hátíðlega afneitan lýsir
afdráttarlaust yfir því, að með trúarjátningunni
eru lærisveinar Jesú allir án undantekningar
kvaddir fram og út í stríð, gegn voðalegu stór-
veldi, æfilangt. Ekkert skiljanlegra en það, að
þeir, sem algjörlega skortir hugrekki til þess að
ganga fram á vígvöllinn og berjast þar í drottins
nafni gegn herfylkingum óvinarins, þrái það sár-
ar en nokkuð annað, að trúarjátningarnar falli
niðr í kirkjunni.
En það, að trúarjátningarnar falli niðr, er
sama sem afnám kirkjunnar eða dauði hennar.
Því að undirstöðusteinninn undir þeirri guð-
legu stofnan hér í heimi, sem nefnist kirkjan —
kristin kirkja—, er einmitt trúarjátningin, játn-