Áramót - 01.03.1908, Page 29
33
ing; trúarjátningin, sem kend er við kirkjuþing-
ið í Niceu (325); og trúarjátning sú, er kend er
við kirkjuföðurinn Aþanasíus (d. 373). Hin síð-
asttalda játning mun samin vera hér um bil ár-
ið 434. En svo líða allar aldirnar fram að sið-
bótinni án þess fram komi nokkur ný almenn trú-
arjátning. „Dimmar“ aldir, tímabil þá svefn og
þoka livíla yfir andlegu lífi manna, eru eigi til
þess fallnar að skapa ákveðnar játningar. Þeg-
ar því baráttan liófst milli siðbótarmannanna á
16. öld og gömlu rómversk-kaþólsku kirkjunnar,
kvörtuðu siðbótarmenn undan því, að kaþólska
kirkjan neitaði að bera fram ákveðna játning
um trú sína. 1 „Vörninni“ fyrir Agsborgar-
játningunni (Apologia) komast þeir svo að orði:
„Mótstöðumenn vorir vilja það ekki á sig leggja,
að láta alþýðu í té ákveðna yfirlýsingu um aðal-
atriði kirkjulegra lærdóma.“ En fyrir hafrót
það, sem hvarvetna komst á hugsunarhátt manna
við siðbótina, neyddist kaþólska kirkjan loks til
þess að halda kirkjuþing í Trent (eða Trident)
til að koma sér saman um meginmál trúarlær-
dómanna. Úrskurður kirkjuþingsins var ekki
fullgjör og almenningi opinberaður fyrr en 17
árum eftir dauða Lúters og 33 árum eftir það að
siðbótarmenn liöfðu birt iieiminum játningu sína—
Agsborgarjátninguna. Lúterska kirkjan er því
sú af deildum kristinnar kirkju, sem fyrst varð
til að draga upp merki sitt. Agsborgarjátningin
er eizt ailra játninga þeirra. er aðgreina kirkju-
flokkana, og allir fiokkar Mótmælenda hafa að
meiru eða minna leyti sniðið játningar sínar eft-
ir henni. Og vitaniega á iúterska kirkjan sama