Áramót - 01.03.1908, Page 30
34
tilkall til liinna fornu almennu játninga sem aðr-
ar deildir kristninnar og hefir hún frá upphafi
vega hiklaust játast undir þær. En Agsborgar-
játningin er aðal-sérmerki hennar. Með þeirri
játningu greinist hún frá öllum öðrum kirkju-
deildum.
Siðbótin varð í fyrstu til þess að koma öllu
í uppnám. Það var sem heimurinn vaknaði með
andköfum við hamarshögg Lúters. Þegar áleið
siðbótartíðina og það var augljóst orðið, að radd-
ir siðbótarmanna yrðu ekki niður þaggaðar og
margir höfðingjar Þýzkalands höfðu aðhylst
stefnu siðbótarinnar, var farið að gera tilraunir
í þá átt að sameina aftur liin sundurleitu öfl og
koma friði á. Einkum voru tilraunir gerðar í
þessa átt á allsherjar ríkisfundum þeim, er Karl
keisari fimti stofnaði til. Á ríkisfundinum í
Worms árið 1521 liafði Lúter neitað að láta und-
an, gert þar sína góðu játningu, sem allur heim-
ur hefir hlotið blessun af. Var þá skipað að
handtaka Lúter, en brenna rit hans. Með lífi
slapp hann þó og hélt um hríð kyrru fyrir í
Wartburg-kastalanum, unz hann hvarf aftur til
starfs síns í Wittenberg. Á ríkisþinginu í Nurem-
berg (Nuernberg) árinu eftir krafðist Cheregati,
umboðsmaður páfans, þess, að úrskurði fundar-
ins í Worms væri hlýtt, og heimtaði, að Lúter
væri framseldur. Á ríkisfundinum fyrsta í
Speier (1526) var dómur sá, er kveðinn hafði
verið upp vfir Lúter í Worms, að mestu leyti iir
gildi numinn með því að leggja það á vald hinna
sérstöku ríkisstétta _að fullnægja honum eftir
vild sinni. Var þá og lofað að stofna til alls-