Áramót - 01.03.1908, Page 40
44
í því efni virðist Melankton vilja slaka til við
kalvinsku siðbótina. Mjög ákveðið var það tekið
fram í 10. gr. Ágsborgarjátningarinnar, „að lík-
ami og blóð Krists sé í sannleika nálæg og út-
hlutuð þeim, sem ganga til borðs drottins.‘ ‘ *)
(Quod eum pane et vino vere exliibeantur corpus
et sanguis Christi vescentibus in coena Domini).
Líka feldi Melankton þessi orð úr niðurlagi
greinarinnar: „Vér lýsum vanþóknun vorri á
þeim, sem flytja aðra kenningu.“ Þótt orðamun-
urinn sé ekki mikill, er þó auðsætt, að Melankton
hefir viljað draga úr játningunni um verulega
nálægð líkama og blóðs Krists í kvöldmáltíðinni
og liefir liallast að kalvinsku kenningunni um
„andlega nálægð“, eða það, að líkaminn og blóðið
veitist að eins á óeiginlegan hátt. Svo var það
og skilið af samtíðarmönnum Melanktons og fyr-
ir þann skilning, sem lagður hefir verið í þessi
orð Melanktons, eru þau sérstaklega viðsjárverð.
Margvíslega hefir verið dæmt um það athæfi
Melanktons, að breyta Ágsborgarjátningunni.
Finst flestum liann hafi þar lient slys mikið og
jafnframt reynst næsta óþarfur málefni því, er
hann svo lengi hafði clyggilega þjónað. Yfirsjón
Melanktons er að voru áliti aðallega í því fólgin,
að hann gætti þess ekki, að Ágsborgarjátningin
var alls ekki persónuleg játning hans sjálfs, held-
ur hin viðtekna trriarjátning allrar hinnar evan-
gelisk-lútersku kirkju. Hann hafði ekkert vald
öðrum mönnum fremur til að breyta þar nokkru
orði, þótt hann upprunalega hefði fært játning-
*) Þýðing S. Melsteðs.