Áramót - 01.03.1908, Side 43
47
aflátssölu, pílagrímsferðir og vanbrúkun banns-
ins, þá liafi liöfundarnir viljað komast hjá orða-
mælgi og því tilgreint hið helzta að eins,*og aðrir
hlutir verði dæmdir af því, sem þar er sagt.
„Það eina er tilfært, sem nauðsyn þótti að skýra
frá, svo menn kæmust í skilning um, að ekkert er
lögtekið hjá oss, hvorki í lærdómi né kirkjusið-
um, sem gagnstæðilegt er heilagri ritningu eða
almennilegri kirkju.“
Undir játninguna rita ekki guðfræðingarnir
og kennimennirnir. Iivorki er þar nafn Lúters
né Melanktons. Trúarjátningin er fram borin í
nafni borgaralegra yfirvalda þeirra, er hlut áttu
að máli, því hún var hér flutt fyrir n/cisþingi, en
ekki kirkjuþingi. Fyrstur skrifar undir skjalið
Jóhann, liertogi og kjörfursti í Saxen, sá er áður
hefir nefndur verið í ritgei’ð þessari. Þar næst
koma nöfn sex greifa og liertoga, og loks ráðið og
valdstjórnin í Nuernberg og ráðið í Eeutlingen.
Ágsborgarjátningin var ekki síður stjórnarfars-
leg yfirlýsing heldur en kirkjuleg trúarjátning.
Borgaraleg réttindi og frelsi einstaklingsins var
þar varið. Enda hefir aldrei háð verið þýðingar-
meiri frelsisbarátta í heiminum en sú, er hófst
með siðbótinni og sigraði með Agsborgarjátning-
unni.
Hér hefir að eins verið gerð tilraun til að
segja frá því, hvernig Ágsborgarjátningin er til
orðin og í hverju formi hún birtist. Efnið sjálft
verður ekki rætt. Öllum er innan handar að
kynna sér það, því Ágsborgarjátninguna getur
hver sem vill eignast í íslenzkri þýðingu fyrir ein
10 eent. Og þótt innihald játningarinnar sé svo