Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 49
sora verða að skíru gulli, eru menn, er til hlítar
hafa lært sannindi fastákveðins fyrirkomulags.
Hugsið um hið marg-þætta lögmál, sem eftir er
farið í starfslífi járnbrauta, eða það, er menn
endilega þurfa að haga sér eftir í stórri verk-
smiðju! Hugsið um þau óteljandi starfsfyrir-
tæki, þar sem alt er komið undir því, að trúlega
sé farið eftir föstum og vandlega hugsuðum lög-
máls-reglum! Það er í raun og veru alls ekkert
til á hvorugu því svæði mannlegs starfslífs, sem
ekki er þvílíku lögmáli háð. Það kemst enginn
neitt áfram með því að láta fyrirtæki sín vera af
handahófi.
Það, sem sagt hefir verið um það, að regla
eða ákveðið lögmál ráði náttúrunni og starfslífi
manna, er jafn-satt að því er snertir framkvæmd-
ir trúmálum til eflingar. Hér skal ekkert farið
inn í völundarhús sáífræðilegra eða heimspeki-
legra ímyndana, né heldur neitt átt við að íhuga
hin breytilegu og furðulegu trúarbragðakerfi,
svo merkileg sem þau þó eru. Að geta þeirra að
eins er nóg til þess að minna á, hve margbrotin
þau eru og hvílík hugsunar-nákvæmni birtist þar.
Þá er íhuguð skal sú hlið þessa málv. sem
helzt snertir heim þennan, kemur til skoðunar
flokkaskifting hinnar sýnilegu kirkju. Og má þá
spyrja: Hvar er- undrunarverðara fyrirkomu-
:ag til en t. a. m. í kaþólsku kirkjunni? Af því
fyrirkomulagi stafar það, hve frábærlega vel
henni tekst að halda áhangendum sínum eða lim-
um sínum saman og láta þá, hversu vítt sem þeir
eru dreifðir út um yfirborð jarðarinnar, í hljúgri
undirgefni beygja sig fyrir vilja eins manns.