Áramót - 01.03.1908, Side 52
;6
rétt er að búast við áliuga hjá tilheyrendum mín-
um fyrir því máli — málinu um það að gefa eftir
fastri reglu.
Óþarft er að taka það fram, að hér er átt við
það að kristið fólk gefi af efnum sínum og tíma
guðs ríki til eflingar.
Sökum þess, hve dauflega menn kirkjunnar
sinna sjálfsögðum kröfum til þeirra í þessa átt,
er kirkja Krists — hin sýnilega kirkja — eins og
beiningamaður hér á jörðinni. Litist um í kring
um yður og gætið að, hve margir söfnuðir eru
smáir og með hvílíkum nauðum þeir komast af,
og hve mörgum af þjónum kirkjunnar er langt
um of illa launað starf þeirra. En alt þetta staf-
ar af því, að karlar og konur með kristnu nafni
bregðast köllun sinni, svo að þau láta vera að
leggja fram þann skerf af jarðneskum efnum sín-
um, sem þeim ómótmælanlega ber, því verki til
stuðnings, sem kirkjan er að vinna.
Stofnanir vorar, sem ríkinu heyra til, fara
ekki á vonarvöl. Skólar vorir þurfa ekki að grípa
til þeirra óyndis-úrræða að stofna til allskonar
ömurlegra gróðabralls-framkvæmda í því skyni að
hafa upp laun handa kennurunum. Opinberir em-
bættismenn eða þeir, er hafa á hendi þjónustu-
störf fyrir almenning, fá laun sín jafn-óðum og í
gjalddaga er komið. Og vér komum upp dýrum
stórhýsum með öllum útbúnaði, sem þar til heyr-
ir samkvæmt nýjustu tízku, til þess að hafa þar
hentugar stöðvar hinnar opinberu starfsemi í
ýmsum greinum.
Alment er vel séð fyrir klúbbum vorum og fé-