Áramót - 01.03.1908, Síða 66
70
á sú meginregla að ríkja í kirkjunni, að menn
leiti þar að sannleikanum honum til sigurs og
þar sem á að leita að lionmn. En það er ekki að
leita að sannleikanum honum til sigurs að halda
uppi „prívat“-skoðunum sínum á móti annarra
manna „prívat“-skoðunum. Fyrir slíku er eng-
in heimild nema frá stefnulausri, skoðanalausri
sál, sem eiginlega lætur sér standa á sama um
alt. Margir berjast á þann hátt og þykjast vera
að leita að sannleikanum, eða jafnvel að verja
liann; þeir segja, að guð sé í sálu mannsins og
óhætt sé að fylgja rödd sálarinnar; en hvernig
getur guð verið stefnulaus og á báðum áttum?
En sá andi, sem talar í þeim, er á báðum áttum.
Hin samstiltu almáttugu lög drottins ríkja í
náttúrunni, þótt stormar æði og þrumur dynji,
og þótt mikið hafrót sé; en þrátt fyrir það, þótt
öll náttúran stundum sé eins og í uppnámi, þá
ríkir þar þó eitt „prinsíp“, — guðs vilji. Ættu
öll öfl náttúrunnar að ríkja eða væru þau stjórn-
laus, sem er það sama, hvernig mundi þá fara?
Öflin mundu eyðileggja hvert annað; jafnvel
náttúran væri ónýt, væri þar ekki regla og stefna.
Þannig mundi eins fara fyrir kirkjunni. Ættu
allar skoðanir þar að hafa jafnrétti eða jafn-
gildi, þá yrði hún að engu. Hvað yrði þá úr
hinni einu trú og einni skírn og einum guði, sem
er faðir allra — í þessari kirkju! En með þess-
um orðum ritningarinnar er bent á það, sem er
meginregla kirkjunnar. Ættu allar skoðanir að
hafa jafnrétti í kirkjunni, þá væri kirkjan ekki í
stríði — heldur sjálfri sér sundurþykk, eða henni
skift í svo og svo marga sjálfum sér ósamkvæma