Áramót - 01.03.1908, Side 69
um. Nei! hann vill svona stefnulaust stríð. Það
stríð er nefnilega um ekkert, af því þeir, sem eru
stefnulausir, hafa ekkert að stríða um; þeir
standa ekki á neinum grundvelli. Það verða úr
því að eins merglausar stælur, en ekki reglulegt,
göfugt, guðrækilegt stríð sannleikans gegn lyg-
inni. Þeir hafa í rauninni ekkert að berjast um;
þeir geta ekki varið neitt, af því þeir hafa ekk-
ert til í sér að verja; þeir trúa engu fastlega.
Hvað eiga þeir þá að verja ? Þeir eru kirkjulega
máttvana sökum þess, að það, sem þeir ef til vill
í bráðina eru að verja, er ekki föst skoðun þeirra.
Getur ekki verið, af því önnur skoðun, eða fleiri
skoðanir, eru samfara því, sem þeir þykjast vera
að verja, sem eins mikið gildi hefir, eins og skoð-
unin, sem þeir í bráðina eru að verja. Þeir hafa
fleiri skoðanir, jafnvel margar um sama efni,
eru því á báðum áttum eða öllum áttum, og hafa
þá auðvitað enga skoðun. Þeir þykjast vera að
verja eitthvað, sem þeir í raun og veru ekki eru
að verja, af því þeir hafa margar skoðanir og
því engar skoðanir. Þeir eru sjálfum sér sund-
urþykkir og eru ónýtir.
En þótt þeir allir steinþegi í svona lagaðri
kirkju og ekki beri á neinni óeirð, þá skulu menn
ekki þar fyrir ætla, að þar ríki eining. Nei!
langt frá því. Þá er sundurþykkjan ef til vill
orðin allra háskalegust, einmitt þá, þegar alt er
grafkyrt. Þá er stefnuleysið búið að gagntaka
alla svo algjörlega, að nú sofa þeir allir og hirða
um ekkert andlegt. Þeir ímynda sér, að hyggja
þeirra sé andleg og þeir sé að þjóna guði; en
það er holdleg hyggja, sem bindur þá, og nú lofa