Áramót - 01.03.1908, Page 80
Hærri ’kritíkiir.*’
Eftir séra Runólf Fjeldsteð.
Oft hefir kristin kirkja staðið á vegamótnm.
Einu sinni enn kemur spurningin, livern veginn
skuli velja. Það heyrast margar raddir úr þok-
unni; ein úr einni átt, önnur úr hinni, og herg-
mála þangað til að hrópin verða eins og niður frá
tveimur aðal-flokkum, sem vilja fara sinn veginn
hvor. En í spor þessara flokka hópa sig menn og
konur, sem svara áeggjunum þeirra, sem á undan
fara, með stunum og andvörpunum, því þar er
mörg sál örþyrst eftir sannleikanum, sem þráir
návist gnðs og styrk umfram alt annað.
Það hafa áður verið tveir eða fleiri flokkar,
andstæðir hvor öðrum í kristinni kirkju. Það
stríð hefir ávalt staðið frá þeim degi, þegar
harmakvein ástvina og hróp fjandmanna kváðu
við á Golgata kringum þann, sem var þar á dreyr-
stokknum krossi, kominn í andlátið.
Enn þá kveða ópin við í kring um krossinn.
Sífelt hefir kristin kirkja orðið fyrir árásum
af óvinum sínum, innan kirkju og utan. Hún hef-
*) Fyrirlestur þessi varfluttur'á kirkjuþingi í Selkirk 190S.