Áramót - 01.03.1908, Page 83
87
En nú eru margir menn með mismunandi
skoðunum að rannsaka biblíuna. Það er svo oft
á síðari árum vitnað til „óyggjandi niðurstöðu
hinna vísindalegu rannsókna“. En er ekki rangt
að gera slíkt? Er það ekki hrópleg synd, að
draga þannig almenning á tálar, þar sem allir
vita, sem nokkuð hafa kynt sér þau mál, að þar
rís hver tilgátan eftir aðra sem boði við sker?
Meira að segja eru fjölda-margar tilgátur eða
„niðurstöður“ hver um sig í algerðri mótsögn
við hinar, sem eru uppi á sama tíma. Guðfræð-
ingarnir heima á íslandi kalla sína niðurstöðu
„óyggjandi“ og viðhafa mörg orð og sterk um
það. Únítarar hér vestan hafs eru líka öldungis
hárvissir á sinni „vísindalegu niðurstöðu“. Báð-
ir þeir flokkar fylgja ‘kritíkinni’. Báðir velja
þeir oss nákvæmlega sama útfararsálminn. Samt
deilir þá á um ýmsar skoðanir.
Það er við því að búast. að uggur sé á um
réttsýni ‘kritíkarinnar’. Bækur biblíunnar hafa
verið rannsakaðar. Það er ekki að efast um, að
það hefir verið gert eins vel og eins samvizku-
samlega og föng voru á. Menn hafa unnið að
því, sem hafa verið ágætum hæfilegleikum búnir.
Líka haft frábæran lærdóm. En að komast að
nokkurri fuilnaðar-niðurstöðu hefir þeim gengið
seint og illa.
Það mætti benda á mörg dæmin. Mósesbæk-
urnar hafa verið rannsakaðar; ‘kritíkin’ hefir
þar komist einna lengst. Saga þeirra rannsókna
er í stuttu máli þessi:
Árið 1753 benti Astrue, frakkneskur læknir,
á, að í fyrstu Mósesbók væri á sumum stöðum