Áramót - 01.03.1908, Síða 88
92
„karlkvns osr kvenkyns, eins og a-uð hafði
boðið Nóa“ ritað af P.
Nú sáu margir ‘rannsóknarmenn’ að komio
var í óefni. Orð Diilmanns voru ekki gripin úr
lausu lofti, er liann sagði, að hann gæti ekki átt
neitt við þetta, og hann sæi í öllu þessu að eins
vafningssama tilgátu. Þó var hann ‘kritíkar’-
maður. En ekki gat ‘kritíkin numið hér staðar.
Hún hlaut að feta áfram sinn vísindaveg.
Síðasta niðurstaðan á Þýzkalandi er, að
hvert rit sé eftirstöðvar frá sérstöku ritaldar-
tímabili. Eftir þeirri skoðun er mjög hæpið að
vera ugglaus og hárviss með að deila bókunum
sundur í smá brot, því ‘kritíkin’ heldur því fram,
að eitt rit hafi orðið til á hverju tímabili, og hafi
menn þá, hver fram af öðrum, verið að breyta,
lagfæra, bæta við og fága hvert rit. Fyrsta skoð-
unin,um samsett brot, er komin aftur í nýju gerfi,
og ferðast aftur, sveit úr sveit. Nú má hafa E
brotin eins mörg og vill. Sagan segir ekkert, sem
tekur af öll tvímæli um það. Líklega verður það
heill herskari.
Yandinn evkst, eins og Klostermann benti á,
við það, að stundum ritar E eins og J, þá eins og
D, og enn eins og P.
Þetta er í fám orðum saga rannsóknanna um
Mósesbækurnar. Þetta eru helstu ályktanirnar,
sem ‘kritíkin’ hefir komist að. Ef ætti að dæma
af því sem komið hefir á prenti heiman af Islandi
mætti búast við, að einhver „óyggjandi niður-
staða hinna vísindalegu rannsókna“ kæmi hlaup-
andi upr> í fangið á manni. En það er öðru nær.
Það er flest enn í lausu lofti hjá ‘kritíkinni’.