Áramót - 01.03.1908, Síða 91
95
liennar að skifta þeirri eða þeirri bók, sem rituð
hefir verið á þeirra móðurmáli af fleiri höfund-
nm, eftir sömu reglum listarinnar sem þeir nota
við biblíuna. Með þessu móti taki þeir af öll tví-
mæli um liæfilegleika sína í þessa átt. Hvernig
þeim takist, verði ljóst við að vísa árangrinum af
verki þeirra til höfundanna sjálfra. Annað eins
ætti að vera leikur eftir að hafa átt við biblíuna.
En merkilegt er það, að frá þessum hólmi rennur
‘kritíkin’ ávalt.
Skyldi það verr biblían ein, sem svona má
fara með?
Eftir dómi ‘kritíkarinnar’ eru það heldur fá
atriði í biblíunni, sem má reiða sig á. Forsprakk-
arnir fyrstu skoðuðu ritin orðin til á alt annan
liátt en biblían segir sjálf frá. Hér er annari
rannsóknaraðferð beitt en gert er í mannkyns-
sögu. Niebuhr og áhangendur hans og líka sum-
ir af mótstöðumönnum hans ‘rannsökuðu’ sögu
Rómverja á líkan hátt og ‘kritíkin’ fer með biblí-
una. Það þarf ekki að orðlengja það, að nú er
skoðunum hans hafnað af lærðum mönnum.
Hvað yrði úr sögu Grikkja, Rómverja og Egypta,
ef sömu reglum væri fylgt eins og í biblu-‘kritík-
inni ’ ?
Afleiðingin hefir verið mörgum ljós. Whate-
ly, erkibiskup á Englandi, ritaði bók, sem síðar
varð fræg, og kom út í mörgum útgáfum, frá
sjónarmiði ‘kritíkarinnar’: „Sögulegar efasemd-
ir um Napóleon Bonaparte“. Kemst hann að
þeirri niðurstögu, að frásagnir um bardaga hans
og sigurvinningar sé óáreiðanlegar, því, eins og
allir kannist við, beri frásögunum ekki saman.