Áramót - 01.03.1908, Page 93
97
Brandes með fyrirlitningu. Mismunandi er álit-
ið á oss fslendingum eins og það kemur fyrir al
mennings sjónir í hérlendum blöðum eftir því,
livort þeir dæma um oss með hlutdrægni eða ekki.
Þá þarf ekki að minnast á, live oft ritdómar eru
gagn-ólíkir. Vegna þess að skoðanir manna inst
í hugskoti þeirra koma fram í dómunum, sem þeir
kveða upp, spyrjum vér um trúarlega afstöðu
leiðtoga ‘kritíkarinnar ’. Hér er maður ekki í
neinum vafa.
Wellhausen segir: „Vér á Þýzkalandi auð-
vitað trúum því, að prestarnir hafi falsað ritin
og svikið þau inn á fólkið; en oss hefir aldrei
dottið í hug, að eigna guði þá prettvísi.“
Kuenen, doktorinn hollenzki, segir: „Trúar-
brögð gamla testamentisins eru ein hinna helztu
í lieimi; ekkert minna, en heldur ekkert meira.“
Það mætti tilfæra samsvarandi orð eftir fjölda-
marga ‘rannsóknarmenn’, en það yrðu að eins
endurtekningar. ‘Kritíkin’ þýzka hefir þannig
ráðist á biblíuna. Þar eiga stór-gáfaðir menn
hlut að máli, sem geta rökstutt skoðanir sínar
mjög vel, þótt misjafnlega takist að komast að
niðurstöðu, eins og bent hefir verið á. Það er
dregið strik yfir alt hið yfirnáttúrlega og því
er neitað. En þá hljóta ýmsir dómar að koma
fram. Það er svo undur auðvelt að neita hverju
sem vera vill; en erviðara er að sanna mál sitt í
því efni.
Gi-amla testamentis ‘kritíkin’ hefir komist að
hæsta flóðmarki. Nií eru þeir menn að snúa sér
þaðan að nýja testamentinu. Það á að taka það
sömu tökum sem gamla testamentið. Sömu menn-