Áramót - 01.03.1908, Side 94
98
irnir eru þar aftur djarfastir í sókninni. Fljótt
geta allir séð, livar muni lenda, af bók Wellliau-
sens (1905) um þrjú fyrstu guðspjöllin. Þar
stendur meðal annars: „Kristur var ekki krist-
inn, heldur Gyðingur.“ Otto Pfleiderer í Berlin
fræðir fólk um það, að það sé ómögulegt að skilja
persónu Krists, af því að hann hafi verið haldinn
vera guð á liðnum öldum. Strauss og Baur hafi
hlutdrægnislaust byrjað rannsóknirnar. Kenn-
ingar Páls postula, austurlenzk Gnostika-kenning
og heimspekin gríska hafi lagt grundvöllinn.
Kenningin um eingetinn son sé runnin frá Plató,
frá stóiskum heimspekingum kenningin um kær-
leikann og heilagan anda o. s. frv. Hvað gerði
Kristur? segir liann. Hann kom ekki með neina
nýja kenning. Hann var ekki frelsari og þóttist
ekki vera bað.
Sheye á Englandi bætir við „vísindin' ‘ í bók
.sinni „Bible Problems“. Hann gerir sér far um
að sópa saman ýmsum sögum frá Arabíu, Baby-
loníu, Egyptalandi og Persalandi. Hann ber þær
saman við frásögur biblíunnar, og finst honum
munurinn sára-lítill. Þannig reynir liann að
gera gildi biblíunnar að engu.
Það er ekki að furða, þó að „Christliche
Welt“, eitt af helztu trúmálablöðum Þýzkalands,
kannist við, að það, sem nú er kent í hinni nýrri
•guðfræði, sé ekki trúarl ærdómar þeir, sem Páll
postuli kendi. Það er dregið strik yfir margar
af kenningum hans. Það þarf enginn að ganga
gruflandi að því, að ‘kritíkin’ þykist vita betur
-en Páll postuli, og betur en postular Krists.
“Kritíkin’ finnur þar svo margt, sem endilega