Áramót - 01.03.1908, Qupperneq 96
IOO
öllum málum. DómsákvæÖin koma úr annari
átt. Það er heimspeki, sem ‘kritíkin ’hefir valið
sér að liyrningarsteini. Baur fylgdi Hegel,
Ritschl Kant, Wellliausen Darwin. En þegar vér
rekum oss á, hve oft Plato ræðist á Zero, Kant á
Locke, Sclielling á Spinoza og Schopenhauer á
Hegel, og hver um sig bregður hinum um að
hlaupa gönuskeið, þá er engin ástæða til að efast
um, að illa er farið, ef trúarbrögð á að dæma fyr-
ir þeim dómstólum. Enda hætta þau þá að vera
trúarbrögð. Söguleg rannsókn byggir upp, ‘krit-
íkin’ rífur niður. Og þegar ‘kritíkin’ er búin að
gera út af við heimildarritin sjálf, með hverju
ætlar hún þá að byggja upp ? Það er ávalt vara-
söm speki, sem rífur niður, en byggir ekki upp.
Það er eðli sannleikans, að liann kemur með nýj-
ar skoðanir; ber fram nýja fjársjóðu, en stelur
ekki burt af því, sem vér nú höfum. Sannleikur-
inn gefur oss andlega fæðu, svo vér fáum haldið
lífi, en rænir oss aldrei; gerir oss ekki veikari og
vanmátkari, lieldur eykur styrk sálarinnar.
Hann er leiðarstjarna vor á leiðinni lieim.
En ‘kritíkin’ hefir því miður ekki gert menn
styrkari. Það er ekki unt að hugsa sér tvær
skoðanir, hvora annari gagnstæðari en þær, sem
biblían og ‘kritíkin’ halda fram. Biblían neitar
‘kritíkinni’, en ‘kritíkin’ biblíunni. Biblíufræð-
ingurinn frægi Franz Delitzeh talaði ekki út í blá-
inn, er hann sagði, að rnilli ‘kritíkarinnar ’ og
biblíunnar væri mikið djúp staðfest. Hvernig
gæti það öðruvísi verið? Sumir virðast ætla, að
ef maður kynni sér niðurstöðu ‘kritíkarinnar’, þá
hljóti maður að fallast á það mál. Slíkt má vel