Áramót - 01.03.1908, Síða 103
Jesús Kristur, guðmaðurinn/)
Eftir séra Friðrik Hallgrímsson.
Nafn drottins vors og frelsara, „nafnið, sem
liverjn nafni er æðra“, það nafn, sem kristnum
mönnum er kærast og dýrmætast allra nafna, —
það hefi eg sett sem fyrirsögn fyrir þessu erindi,
sem mér hefir verið falið að flytja hér á kirkju-
þingi. Sú fyrirsögn bendir á það, að það mál, sem
eg ætla að leggja fyrir yður til umhugsunar, er
ekki neitt auka-atriði kristindómsins, heldur
þvert á móti grundvöllur þeirrar trúar, sem vér
játum, og grundvallar-atriði og þungamiðja allr-
ar kristinnar trúfræði og kenningar. Og eg held,
að það sé rétt, að eg bvrji á því að gera grein fyr-
ir því, hversvegna eg hefi valið mér þetta um-
talsefni.
Sjálfsagt munuð þér allir vera mér samdóma
um það, að þessir tímar, sem nú eru yfir oss að
líða, eru alvarlegir tímar og þýðingarmiklir fyrir
kristilega kirkju, og að mörgu leyti erfiðir tímar.
Annars vegar virðist vaxandi trúarþörf vera að
gera vart við sig, bæði meðal þeirra, sem andlegt
heimili teljast eiga innan vébanda kirkjunnar, og
*) Fyrirlestur þessi varfluttur á kirkjuþingi í Selkirk 1508.