Áramót - 01.03.1908, Page 110
vegna þess, að hún er nýjust og þess vegna mik-
ið um hana talað sem stendur; kaflar úr bók
Campbells hafa verið birtir nýlega í þýðingu í
„Nýju Kirkjublaði“, og hefir sú stefna að því
leyti verið lögð fram fyrir kristið fólk þjóðar
vorrar til umhugsunar og álits.
Gletum vér látið oss standa á sama um þenna
skoðanamun, eða gengið fram hjá honum þegj-
andi? Hlýtur það ekki að vera mikilsvert atriði-
til alvarlegrar umhugsunar fyrir oss, að skoðun-
um, sem virðast vera svo gagnólíkar, er haldið
fram innan kirkjunnar um annað eins grundvall-
aratriði kristinnar trúar og persónu drottins vors
ogfrelsara Jesú Krists? Eru e'kki einmitt þessar
ólíku skoðanir sterk hvöt fyrir alla hugsandi
kristna menn til þess að gjöra sér sem glöggasta
grein fyrir trú sinni viðvíkjandi því atriði?
Hugsandi mönnum getur ekki blandast hug-
ur um það, hvað ósamdóma sem þeir kunna að
vera í trúarefnum, að Jesús Kristur er alveg ein-
stök persóna í mannkynssögunni. Út af mis-
munandi skilningi á persónu hans, liafa menn
skifst í trúarflokka. Út af mismunandi skilningi
á kenningu hans skiftist kirkjan, sem við hann er
kend. í smærri kirkjudeildir. Hverjum einasta
kristnum manni ætti þess vegna að vera það á-
hugamál að eiænast sem beztan og fullkomnast-
an skilning að föng eru á á persónu hans og
kennine-u. bó það auðvitað hljóti að kosta tölu-
verða fyrirhöfn og andlega áreynslu.
ÞQtta erindi átti að vera tilraun til þess, að
setja fram binn kristilega sannleika viðvíkjandi