Áramót - 01.03.1908, Page 111
H5
persónu frelsara vors eins og eg liefi gjört mér
grein fyrir honum.
II.
Frá upphafi tilveru sinnar hefir kristin
kirkja trúað því og kent það, að Jesús Kristur
sé hvorttveggja í senn: sannur guð og sannur
maður.
Vér erum sjálfsagt allir sannfærðir um það,
að liún fari þar með rétta kenningu. Það kann
því einhverjum að finnast óþarft að fara frekar
út í það atriði hér; það kann að virðast hégómlegt
að vera að hafa fyrir því að leiða rók að þessu
fyrir þeim, sem eru þegar sannfærðir um það.
En nú er alt af alt í kringum oss verið að rengja
þenna sannleika og leitast við að sýna fram á,
að það sé barnaskapur og óvit að halda fram
þessari trú; lieilar ba’kur hafa verið ritaðar til
þess að sannfæra menn um það, að kristin kirkja
hafi gjörsamlega misskilið persónu frelsara síns
og kenningu hans. Er það þá alveg út í bláinn
fyrir kristna menn, að rifja upp fyrir sér og eins
og endurskoða þau rök, sem þeir þykjast hafa
máli sínu til stuðnings og byggja á trú sína og
kenningu? Eru ekki alt af líkindi til þess, að
þegar það er gjört, og sérstaklega sé það gjört
með hliðsjón af þeim mótbárum, sem fram eru
að koma, kunni nýju ljósi að verða varpað á
einhver atriði trúarinnar, sem mönnum sé ábati
aðf Eg ætla þess vegna með fáum orðum að
gjöra grein fyrir því, á hverju kristin kirkja
bj'ggir trú sína á sannan guðdóm og sannan
manndóm frelsara síns.