Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 117
121
allir englar með honum, þá mun hann sitja í
hásæti dýrðar sinnar, og allar þjóðirnar munu
safnast saman frammi fyrir lionum, og hann
mun skilja þá hverja frá öðrum“ (Matt. 25, 31.—
33.).
Eg hefi hér að eins nefnt örfá dæmi af
fjöldamörgum. En þessi dæmi nægja til að sýna
það, að Jesús hafði fullkomna meðvitund um
það, að hann stæði í alveg einstöku sambandi
við föðurinn á himnum. Hann kallar hann föð-
ur sinn í öðrum skilningi en hann er faðir ann-
ara manna; hann einn er „sonurinn eingetni“.
Hann gat ekki haldið fram guðdómi sínum sterk-
ar eða ákveðnar en hann gjörði.
Já, — kann einhver að segja — þetta sagði
hann að vísu alt saman, því verður ekki neitað;
en menn liafa misskilið það; þeir hafa skilið
þessi djúpu og dýrðlegu orð bókstaflega, en sá
skilningur ætlaðist hann aldrei til að væri í þau
lagður. Og þó að þú vitnir til þess, að þannig
hafi postularnir skilið þau og gjört grein fyrir
þeim í hinum öðrum ritum nýja testamentisins,
þá sannar það ekkert, því þeir voru ekki nema
menn, og þeir gátu alveg eins vel misskilið þau
og þú.
Látum svo vera. Eg ætla ekki að vitna til
þess skilnings, sem postularnir lögðu í orð frels-
arans, þó að eg sé sannfærður um að þeir hafi
verið manna bezt til þess fallnir að skilja þau
rétt og skýra, bæði vegna þess, að þeir voru með
honum og þektu liann svo vel, og líka
vegna þeirrar sérstöku gjafar lieilags anda,
sem þeim var gefin til þess að þeir gætu